Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1993, Síða 4

Æskan - 01.06.1993, Síða 4
GLATT í HJALLA í GALTALÆKJARSKÓGI Enn á ný hittast kátir krakkar - á öllum aldri - í Galtalækjarskógi - á Bindindismótinu um verslunar- mannahelgina. Þar koma fram landsþekktir spaugarar og hljóm- sveitir - eitthvað fyrir alla aldurs- hópa. Sjálf Spaugstofan sér um skemmtidagskrá á laugardag og sunnudag - og hin sívinsæla Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar leikur fyrir dansi á palli öll kvöldin. í kúluhúsinu Heklu leika Örkin hans Nóa, Gutlarnir og „Pande- monium". Þolfimi-meistarinn Magnús Scheving kemur fram á sunnudag og þá skemmtir einnig kvartettinn vinsæli, Raddbandið. í nokkur ár hafa börn og ungling- ar sungið af hjartans lyst í Galtaiækjarkeppninni. Nú verður söngvarakeppnin margfalt viða- meiri en fyrr - í þremur flokkum: Foreldrar, unglingar og börn taka lagið, hvert í sínum flokki. Hljóm- sveit Geirmundar leikur undir söng barnanna en hljóðgervill magnar lagaflutning unglinga og fullorð- inna (- Karokee-keppni að hætti Japana). Magnús Sclieving Spaugstolan Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar Að venju sér Bindindisfélag öku- manna um keppni í ökuleikni og hjólreiðaþrautum. Sigurvegarar öðlast rétt til þátttöku í úrslita- keppni í Reykjavík í haust. Að sjálfsögðu verður helgistund á sunnudeginum. Sr. Pálmi Matthí- asson annast hana ásamt aðstoð- arfólki. Þeir sem verið hafa við slíka athöfn hjá honum - eða heyrt af henni - láta hana áreiðanlega ekki fram hjá sérfara. UNGLINGA- HLJÓMSVEITIRNAR í hljómsveitinni „Pandemonium" (Ringulreið) eru 15 og 16 ára strákar sem allir voru að Ijúka grunnskólanámi í Réttarholtsskóla nema einn þeirra sem var í Árbæj- arskóla. Hljómsveitina skipa: Rúnar - söngur, Dóri - gítar, Atli - gítar, Ingi - bassi og Palli - trommur. Strákarnir tóku þátt í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna, sem haldin var í Háskólabíói. Þeir hafa einnig spilað í Réttarholts- skóla, Hvassaleitisskóla, Fjöl- brautaskólanum í Ármúla, Bústöð- um, Árseli og á Óháðri listahátíð: „Ólétt ‘93“. Tónlist þeirra er aðallega rokk/þungarokk. Þeir flytja ýmist eigin tónsmíðar eða annarra. Strákarnir ætla að ná langt í tón- 4 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.