Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 57

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 57
(Ein merking orðsins vatnsköttur er: Sá sem hefur gaman af að vera í vatni). Jeremy Jackson leikur nú hlut- verk Hobies í þáttaröðinni Strand- vörðum. Hann erfæddur 13. októ- ber 1980 í Suður-Kaliforníu; er dökkhærður og brúneygður; á heima hjá móður sinni, Jalonnu, skammt frá ströndinni í Los Angel- es (Englaborg); á sex ára systur, Taylor að nafni. Vinir hans kalla hann Bubba. Hann hefur leikið í sjónvarpsaug- lýsingum og -þáttum frá sjö ára aldri - og er orðinn geysilega vin- sæll vestra. Vinsældir hans ná einnig austur yfir Atlantshafið. Fjöldi aðdáenda þyrptist að honum þegar hann kom til Englands til að taka þar við eftirsóttum verðlaun- um. („SOS Award as Best Newcomer" - („besti nýi leikarinn á skjánum")). Jeremy er ágætur sundmaður og leikinn á brimbretti. Hann hefur líka gaman af hornabolta, ísknattleik og akstri á snjósleða. Hann vildi gjarna horfa á kvikmyndir og skemmta sér við tölvuleiki lengur en hann hefurtímatil. Starfið kallar - og skólinn! Samt gefur hann sér dálítinn tíma til að reyna að kenna Shakespeare, litla páfagauknum sínum, að tala. Hann á stórt safn af teiknimyndasögum og nýtur þess að lesa þær og ævintýrabækur. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á hákörlum og les allt sem hann finnur ritað um þá. Besti vinur hans er leikarinn Brandon Call - þó að undarlegt megi virðast því að Jeremy náði hlutverkinu af honum! Enn ótrúlegra er að hann sagði félögum sínum ekki frá því að hann hefði fengið hlutverkið í Strand- vörðum: „Mig langaði til að þeir hefðu ekki hugmynd um neitt fyrr en þeir sæju mig á skjánum - og hringdu þá í mig og segðu: „Maður! Ert þú farinn að leika í Strandvörðum?““ Ef til vill finnst ykkur þó allra ótrúlegast að honum líkar skólaset- an ekki alltof vel - af því að hann á við nokkra námserfiðleika að etja. Þeir eru fólgnir í því að hann á örð- ugt með að tjá sig skriflega. „Eftirlætis-námsgreinar mínar eru móðurmál, listir - og leyfi!“ segir hann. Ef einhver hefur hug á að hækka hlaðann af bréfum, sem honum birtast, er reynandi að senda bréf með þessu póstfangi: Jeremy Jackson, 5433 Beethoven, Los Angeles CA 90066, Bandaríkjum Norður-Ameríku. Æ S K A N 6 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.