Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 44

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 44
BERNSKUVORI eftir Jón Jónsson Það var bjartur og fagur vormorgunn 25. maí 1929. Þennan dag var búið að ákveða að smala ánum til sauðburðar á Hjalla. Nonni litli var aðeins 8 ára. Hann hlakkaði mjög mikið til. Hann hafði svo ósköp gaman af kindum. Sauðburðurinn var sá tími ársins sem hann hlakkaði alltaf mest til. Hann átti að smala hjallana fyrir ofan hagagirðinguna enda var hann yngstur af smalafólkinu. Þeir sem eldri voru smöluðu dalina og fjöllin. Veturinn hafði verið einmuna góður. Margir rosknir menn töldu það besta vetur sem þeir mundu eftir. Snjólétt var til fjalla og tún orðin algræn og úthagi vel gróinn. Nonni hlakkaði mikið til að sjá kindurnar. Kannski myndi hann finna einhverja ána borna. Hann þurfti ekki að leggja af stað fyrr en einum og hálfum klukkutíma eftir að hitt fólkið var farið. Það tók oftast fimm til sex klukkutíma að smala. Áður en Nonni fór gaf mamma hans honum vel að borða. Hún gaf honum líka tvær brauðsneiðar í nesti. Nú var um að gera að standa sig vel því að þetta var í fyrsta sinn sem hann átti að smala einn ákveðna landsspildu. Áður hafði hann fengið að fara með öðrum í göngur en nú varð hann að treysta á sjálfan sig. Þegar hann byrjaði að smala voru ærnar dálítið óþægar. Þær vildu fá að vera í friði í góða veðrinu. Þess vegna reyndu þær að hlaupa í hvarf á bak við mela eða hæðir. Nonni varð sífellt að vera á hlaupum fram og aftur til að gæta þess að þær yrðu ekki eftir. Honum gekk frekar seint en að lokum var hann kominn með dálítinn fjárhóp þangað sem hann átti að bíða eftir hinu smalafólkinu. Það dróst all-lengi að fyrstu smalarnir kæmu, hver með sinn hóp, en að lokum voru allir komnir. Þá var safnið rekið heim í rétt. í ljós kom að aðeins tvær ær höfðu fundist bornar. Lömb beggja voru spræk. Eftir að smalafólkið hafði borðað og hvílt sig nokkuð fór það út í rétt og athugaði hvort nokkrar ókunnugar kindur væru í fénu. Síðan var ánum hleypt út í stóra hagagirðingu en þar voru þær hafðar um sauðburðinn. Það var föst venja að ganga fjórum sinnum á sólarhring um girðinguna til að fylgjast með sauðburðinum. Farið var klukkan sex á morgnana, klukkan tólf á hádegi og sex og tólf að kvöldi. Á heimleiðinni bað Nonni pabba sinn að leyfa sér að ganga við ærnar næsta morgun. Pabbi hans tók dræmt í það, sagði að Nonni væri svo ungur að hann gæti ekki hjálpað á sem gengi illa 4 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.