Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 52

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 52
Umsjón: Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir. Á FUNDI OG í ÚTILEGU í Ásane (utan við Björgvin) í Noregi starfar skátafélagið 1. Storásen. Félagið hefur aðsetur í Menningarhúsinu ásamt fleiri félagasamtökum. Það er gamalt timburhús. Reyndar eru allflest hús í Noregi úr timbri. í félag- inu eru þrjár sveitir, ljósálfa- og ylfingasveit, skátasveit og rekkaskátasveit. Þegar ég var á ferð þarna í vor, sem leið, leit ég inn á fund hjá Úlfunum og brá mér í undirbúnings-útilegu fyrir norskt landsmót. Hér á eftir fer stutt frásögn af fundinum og útilegunni. Fyrst skulum við bregða okkur á fundinn og síðan munum við leggja leið okkar í Tellevík. Úlfarnir hafa myndað hring og fara með úlfahrópið en þannig setja þeir alla fundi og hefja ferðir með þeim hætti. Á þessum fundi voru fimmtán ljósálfar og ylfingar. Verkefnið var að læra fánasönginn en hann verða allir, sem taka þátt í skrúðgöngunni 17. maí, að kunna. Úlfarnir eru áhugasamir og fjörmiklir krakkar og sómi fé- lagsins. Þegar farið hafði verið yfir fánasönginn var farið í leiki. Fyrst var það látbragðs- leikur en einnig var farið í leik- inn „Hver er stjórnandinn?”. Hann var mjög vinsæll. Næsti fundur hjá sveitinni var útifundur og var þá farið í gönguferð upp í skóg. Þar var staldrað við og gróðrinum veitt athygli. Þegar komið var aftur að skátaheimilinu var félagsfor- inginn þar með upplýsingar um útilegu sem stóð fyrir dyrum. 1. sveit var mætt til leiks í Tellevík, útilegustað skátasam- bandsins í Björgvin, á föstu- dagskvöld. Þá var ætlunin að byrja fyrir alvöru að undirbúa sig fyrir landsmót NSF (Norsk speider forbund) sem haldið verður í Eiðaskógi við landa- mæri Svíþjóðar og Noregs í júlí í sumar. Nú flautaði Áki sveitarforingi til leiks og skátarnir fylktu sér í flokkaraðir. Útilegan var sett og úthlutað sameiginlegum bún- aði, s.s. tjöldum, eldunaráhöld- um, verkfærum o.fl. Þegar út- hlutun var lokið og allt hafði samviskusamlega verið skráð í áhaldabók sveitarinnar hófust skátarnir handa við að reisa tjaldbúðina. Á örstuttum tíma var risin þokkalegasta tjaldbúð og var þá sest að snæðingi og talað saman á léttari nótunum. Laug- ardagurinn var nýttur til að gera tjaldbúðina enn þægilegri og þá reyndi á þekkingu skát- Skrúðgangan hjá Norðmönnum 17. maí er dálítið frábrugðin skrúðgöngu okkar 17. júní. í skrúðgöngunni þar taka þátt ýmis félög og félagasamtök og gerist ýmislegt skemmtilegt í göngunni en á gangstéttunum standa áhorfendur og horfa á skemmtunina. Norskir Ijósálfar og ylfingar í skógargöngu. „Hvað heitir þessi jurt?" S 7 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.