Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 52
Umsjón: Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir.
Á FUNDI OG í ÚTILEGU
í Ásane (utan við Björgvin) í
Noregi starfar skátafélagið 1.
Storásen. Félagið hefur aðsetur
í Menningarhúsinu ásamt fleiri
félagasamtökum. Það er gamalt
timburhús. Reyndar eru allflest
hús í Noregi úr timbri. í félag-
inu eru þrjár sveitir, ljósálfa- og
ylfingasveit, skátasveit og
rekkaskátasveit. Þegar ég var á
ferð þarna í vor, sem leið, leit
ég inn á fund hjá Úlfunum og
brá mér í undirbúnings-útilegu
fyrir norskt landsmót.
Hér á eftir fer stutt frásögn af
fundinum og útilegunni. Fyrst
skulum við bregða okkur á
fundinn og síðan munum við
leggja leið okkar í Tellevík.
Úlfarnir hafa myndað hring
og fara með úlfahrópið en
þannig setja þeir alla fundi og
hefja ferðir með þeim hætti. Á
þessum fundi voru fimmtán
ljósálfar og ylfingar. Verkefnið
var að læra fánasönginn en
hann verða allir, sem taka þátt í
skrúðgöngunni 17. maí, að
kunna.
Úlfarnir eru áhugasamir og
fjörmiklir krakkar og sómi fé-
lagsins. Þegar farið hafði verið
yfir fánasönginn var farið í
leiki. Fyrst var það látbragðs-
leikur en einnig var farið í leik-
inn „Hver er stjórnandinn?”.
Hann var mjög vinsæll.
Næsti fundur hjá sveitinni var
útifundur og var þá farið í
gönguferð upp í skóg. Þar var
staldrað við og gróðrinum veitt
athygli. Þegar komið var aftur
að skátaheimilinu var félagsfor-
inginn þar með upplýsingar um
útilegu sem stóð fyrir dyrum.
1. sveit var mætt til leiks í
Tellevík, útilegustað skátasam-
bandsins í Björgvin, á föstu-
dagskvöld. Þá var ætlunin að
byrja fyrir alvöru að undirbúa
sig fyrir landsmót NSF (Norsk
speider forbund) sem haldið
verður í Eiðaskógi við landa-
mæri Svíþjóðar og Noregs í júlí
í sumar.
Nú flautaði Áki sveitarforingi
til leiks og skátarnir fylktu sér í
flokkaraðir. Útilegan var sett og
úthlutað sameiginlegum bún-
aði, s.s. tjöldum, eldunaráhöld-
um, verkfærum o.fl. Þegar út-
hlutun var lokið og allt hafði
samviskusamlega verið skráð í
áhaldabók sveitarinnar hófust
skátarnir handa við að reisa
tjaldbúðina.
Á örstuttum tíma var risin
þokkalegasta tjaldbúð og var
þá sest að snæðingi og talað
saman á léttari nótunum. Laug-
ardagurinn var nýttur til að
gera tjaldbúðina enn þægilegri
og þá reyndi á þekkingu skát-
Skrúðgangan hjá Norðmönnum 17. maí er dálítið frábrugðin
skrúðgöngu okkar 17. júní. í skrúðgöngunni þar taka þátt
ýmis félög og félagasamtök og gerist ýmislegt skemmtilegt í
göngunni en á gangstéttunum standa áhorfendur og horfa á
skemmtunina.
Norskir Ijósálfar og ylfingar í skógargöngu.
„Hvað heitir þessi jurt?"
S 7 Æ S K A N