Æskan - 01.06.1993, Side 18
BARNABÓKAVERÐLACIN
OG -VIÐGRKENNINGAR 1993
Við höldum þeirri venju að
segja frá verðlaunum og viður-
kenningum sem veitt eru fyrir
barna- og unglingabækur.
ÍSLENSKG BARNA-
BÓKAVERÐLAONIN
Elías Snæland Jónsson varð
hlutskarpastur í samkeppni
Verðlaunasjóðs íslenskra
barnabóka um handrit að
barna- eða unglingabók - fyrir
söguna Brak og bresti.
A bakkápu bókarinnar segir
að sagan sé allt í senn, spenn-
andi, lífleg og raunsönn lýsing
á lífi og tilfinningum íslenskra
unglinga, á einkar skemmtileg-
an hátt sé fléttað saman lifandi
lýsingu á tápmiklum ungling-
um og spennuþrunginni frá-
sögn af svaðilförum í óbyggð-
um.
Söguþræðinum er lýst
þannig:
-„Hákon er fimmtán ára
reykvískur strákur sem flyst út
á land með föður sínum sem
hefur misst atvinnuna. Hákon
kynnist þar Hönnu Stínu og
eignast ýmsa fleiri skemmti-
lega vini og kunningja sem
lífga upp á tilveruna. En skugg-
ar og atvik úr fortíðinni fylgja
honum á nýjar slóðir. I jeppa-
leiðangri upp á Langjökul lend-
ir Hákon svo í óvæntum ævin-
týrum. Það brakar og brestur í
jöklinum og mannslíf hanga á
bláþræði ...“
Höfundurinn hefur áður sent
frá sér nokkrar bækur, þar á
meðal unglingasöguna Davíð
og krókódílana.
Útgefandi bókarinnar er
Vaka-Helgafell.
BARNABÓKAVERÐ-
. LACIN SKÓLAMÁLA-
RÁÐS REYKJAVÍKÖR
hlutu að þessu sinni Friðrik
Erlingsson fyrir bókina
Benjamín dúfu - og Hilmar
Hilmarsson fyrir þýðingu sína á
sænsku verðlaunabókinni
-„Maj darling" eftir Mats Wahl.
Friðrik hlaut í fyrra Islensku
barnabókaverðlaunin fyrir
þessa sögu. Við sögðum frá
henni í 6. tbl. 1992, á bls. 12,
og birtum kafla úr henni í 7. tbl.
á bls. 13.
Skólamálaráðið hafði þessi
orð um bókina:
-„Ungir dregnir tengjast vin-
áttuböndum. I gegnum ærsla-
fulla leiki sumardaganna ber
hæst stofnun riddarareglu:
Reglu rauða drekans. Hetjuleg
einkunnarorðin eru: Að berjast
gegn ranglæti með réttlæti, all-
ir sem einn!
Gegnum stofnun riddararegl-
unnar kynnast drengirnir því
síðar að hverjum leik fylgir al-
vara. Gömul mannlífsgildi láta
einnig áþreifanlega á sér kræla
og birtast í ýmsum myndum í
fjörugri atburðarás sögunnar.
Boðskapurinn er oft og tíðum
gullvægur:
- Það skiptir máli að vera
sannur félagi, virða leikreglur
og að keppni sé drengileg.
- Drauma sína sýnir maður
engum nema þeim sem eru vin-
ir manns og maður treystir ..."
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Gm sænsku verðlaunabókina
og þýðingu Hilmars var þetta
sagt;
—„I bókinni segir m.a. frá
þeim Harry, Hasse og Maj,
unglingum sem kynnast mörg-
um nýjum hliðum tilverunnar,
margs konar nýjum tilfinning-
um, s.s. sorg, afbrýðisemi, inn-
byrðis baráttu og ástinni -
ljúfsárri að hætti unglinga.
Það er vandasamt verk að
þýða bækur en það sýnir metn-
að og vandvirkni að gera bók
jafnvel úr garði og þessi ber
vitni um. Hún er þýðanda til
sóma.“
Útgefandi er Mál og menning.
VIÐQRKENNINGAR
BARNABÓKA-
RÁÐSINS
Bamabókaráðið, Islandsdeild
IBBY (á íslensku: Alþjóðlega
barnabókaráðið), veitti viður-
kenningar fyrir framlag til
barnamenningar í sjöunda sinn
á samkomu í Norræna húsinu
sumardaginn fyrsta. Þær hlutu:
Jenna Jensdóttir og Hreiðar
Stefánsson fyrir ritstörf. Stefán
Aðalsteinsson fyrir fræðibóka-
flokk sinn um dýr og blóm.
Bókaforlagið Bjallan fyrir út-
gáfu fræðibóka handa börnum.
Þórarinn Eldjárn fyrir ljóða-
bækur sínar Óðfluga og
Heimskringlu og Friðrik Er-
Iingsson fyrir bók sína Benja-
mín dúfu.
IBBY-samtökin eru 40 ára.
Þau voru stofnuð í Basel í Sviss
1953. Jella Lepman, þýsk
blaðakona með breskan ríkis-
borgararétt, beitti sér fyrir
stofnun þeirra í því skyni að
auka skilning þjóða í milli með
notkun barnabóka. Hún fékk til
liðs við sig þekkta rithöfunda
svo sem Astrid Lindgren og
Erik Kastner.
Æskan óskar öllum þeim
sem verðlaun og viðurkenning-
ar hlutu til hamingju.
7 8 Æ S K A N