Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 18

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 18
BARNABÓKAVERÐLACIN OG -VIÐGRKENNINGAR 1993 Við höldum þeirri venju að segja frá verðlaunum og viður- kenningum sem veitt eru fyrir barna- og unglingabækur. ÍSLENSKG BARNA- BÓKAVERÐLAONIN Elías Snæland Jónsson varð hlutskarpastur í samkeppni Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka um handrit að barna- eða unglingabók - fyrir söguna Brak og bresti. A bakkápu bókarinnar segir að sagan sé allt í senn, spenn- andi, lífleg og raunsönn lýsing á lífi og tilfinningum íslenskra unglinga, á einkar skemmtileg- an hátt sé fléttað saman lifandi lýsingu á tápmiklum ungling- um og spennuþrunginni frá- sögn af svaðilförum í óbyggð- um. Söguþræðinum er lýst þannig: -„Hákon er fimmtán ára reykvískur strákur sem flyst út á land með föður sínum sem hefur misst atvinnuna. Hákon kynnist þar Hönnu Stínu og eignast ýmsa fleiri skemmti- lega vini og kunningja sem lífga upp á tilveruna. En skugg- ar og atvik úr fortíðinni fylgja honum á nýjar slóðir. I jeppa- leiðangri upp á Langjökul lend- ir Hákon svo í óvæntum ævin- týrum. Það brakar og brestur í jöklinum og mannslíf hanga á bláþræði ...“ Höfundurinn hefur áður sent frá sér nokkrar bækur, þar á meðal unglingasöguna Davíð og krókódílana. Útgefandi bókarinnar er Vaka-Helgafell. BARNABÓKAVERÐ- . LACIN SKÓLAMÁLA- RÁÐS REYKJAVÍKÖR hlutu að þessu sinni Friðrik Erlingsson fyrir bókina Benjamín dúfu - og Hilmar Hilmarsson fyrir þýðingu sína á sænsku verðlaunabókinni -„Maj darling" eftir Mats Wahl. Friðrik hlaut í fyrra Islensku barnabókaverðlaunin fyrir þessa sögu. Við sögðum frá henni í 6. tbl. 1992, á bls. 12, og birtum kafla úr henni í 7. tbl. á bls. 13. Skólamálaráðið hafði þessi orð um bókina: -„Ungir dregnir tengjast vin- áttuböndum. I gegnum ærsla- fulla leiki sumardaganna ber hæst stofnun riddarareglu: Reglu rauða drekans. Hetjuleg einkunnarorðin eru: Að berjast gegn ranglæti með réttlæti, all- ir sem einn! Gegnum stofnun riddararegl- unnar kynnast drengirnir því síðar að hverjum leik fylgir al- vara. Gömul mannlífsgildi láta einnig áþreifanlega á sér kræla og birtast í ýmsum myndum í fjörugri atburðarás sögunnar. Boðskapurinn er oft og tíðum gullvægur: - Það skiptir máli að vera sannur félagi, virða leikreglur og að keppni sé drengileg. - Drauma sína sýnir maður engum nema þeim sem eru vin- ir manns og maður treystir ..." Útgefandi er Vaka-Helgafell. Gm sænsku verðlaunabókina og þýðingu Hilmars var þetta sagt; —„I bókinni segir m.a. frá þeim Harry, Hasse og Maj, unglingum sem kynnast mörg- um nýjum hliðum tilverunnar, margs konar nýjum tilfinning- um, s.s. sorg, afbrýðisemi, inn- byrðis baráttu og ástinni - ljúfsárri að hætti unglinga. Það er vandasamt verk að þýða bækur en það sýnir metn- að og vandvirkni að gera bók jafnvel úr garði og þessi ber vitni um. Hún er þýðanda til sóma.“ Útgefandi er Mál og menning. VIÐQRKENNINGAR BARNABÓKA- RÁÐSINS Bamabókaráðið, Islandsdeild IBBY (á íslensku: Alþjóðlega barnabókaráðið), veitti viður- kenningar fyrir framlag til barnamenningar í sjöunda sinn á samkomu í Norræna húsinu sumardaginn fyrsta. Þær hlutu: Jenna Jensdóttir og Hreiðar Stefánsson fyrir ritstörf. Stefán Aðalsteinsson fyrir fræðibóka- flokk sinn um dýr og blóm. Bókaforlagið Bjallan fyrir út- gáfu fræðibóka handa börnum. Þórarinn Eldjárn fyrir ljóða- bækur sínar Óðfluga og Heimskringlu og Friðrik Er- Iingsson fyrir bók sína Benja- mín dúfu. IBBY-samtökin eru 40 ára. Þau voru stofnuð í Basel í Sviss 1953. Jella Lepman, þýsk blaðakona með breskan ríkis- borgararétt, beitti sér fyrir stofnun þeirra í því skyni að auka skilning þjóða í milli með notkun barnabóka. Hún fékk til liðs við sig þekkta rithöfunda svo sem Astrid Lindgren og Erik Kastner. Æskan óskar öllum þeim sem verðlaun og viðurkenning- ar hlutu til hamingju. 7 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.