Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 16

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 16
PÚSTUR Pósthólf 523 - 121 Reykjavík UM REYKHÓLA- SKÓLA Kæri Æskupóstur! Ég heiti Halla og er að verða 13 ára. Ég ætla að lýsa félags- lífinu í skólanum mínum. Hann heitir Reykhólaskóli. í honum eru 54 nemendur. Einu sinni i viku er félagsstarf í klúbbum. Fimm klúbbar starfa hér: [þrótta-, blaða-, leiklistar-, tölvu- og spilaklúbbur. Diskó- tek, myndbands- og bingó- kvöld eru til skiptis nokkrum sinnum á vetri. SKIPSTJÓRN OC KÖRFU- KNATTLEIKUR Kæra Æska! Mig langar til að verða skip- stjóri. Er æskilegt að ég verði stúdent? Eða á ég að fara beint í Stýrimannaskólann? Viltu birta veggmynd með K.K. eða Shaquille O’Neal? Viltu birta fróðleiksmola um Chicago Bulls, Orlando Magic eða Phoenix Suns? Er hægt að hafa kynningu á öllum liðunum i NBA-deildinni, kannski fimm liðum í einu tölu- blaði? Þökk fyrir gott blað, Ólafur Jóhann. Svar: Sá sem hyggst verða skip- stjóri verður sjálfur að meta (gjarna með ráðum skyld- fólks) hvort hann vill fara I menntaskóla áður en hann snýr sér að námi í Stýri- mannaskólanum. Inntöku- skilyrði þar er grunnskóla- próf, siglingatími í 24 mán- uði og að sjón og heyrn full- nægi ákveðnum kröfum. Við munum kynna banda- riska körfuknattleiksmenn á ýmsan hátt iÆskunni. Ann- að veifið verða veggmyndir af þeim eða liðunum. KYNNINC Kæra Æska! Þakka gott blað. Ég sendi lausnir á þrautum. Taka átti fram hvað maður vildi helst í verðlaun ef maður yrði svo heppinn að lausnin yrði dreg- in út. Ég hef mikinn áhuga á sögunum eftir Hrafnhildi Val- garðsdóttur því að hún er góð- ur rithöfundur. Ætla ég þess vegna að biðja um bókina Unglingar í frumskógi. Uppástunga um efni í blaðið: Mætti ekki hafa Rithöfunda- horn? Þar væri hægt að taka einn og einn unglinga- og barnabókahöfund tali í hverju blaði og birta mynd af honum, spyrja hann um starfsferil og fleira. Þar gætu ungir lesendur eins og ég, og líka gamlir, kynnst nýjum og gömlum rit- höfundum og vitað meira um þá sem þeir iesa bækur eftir. Ein spurning að lokum: Verður ekkí stórt og veglegt afmælisblað þegar blaðið verður 100 ára?!! Kærar kveðjur, Sólrún Víkingsdóttir. Svar: Þakka þér fyrir ábendingu þína. Þátturinn, Rithöfunda- kynning, var á síðum blaðs- ins 1988 og í tveimur fyrstu tölublöðum Æskunnar 1989. Þá voru kynntir nokkrir ágætir rithöfundar af þeirri kynslóð sem gengin er - og auk þeirra ung stúlka, Krist- ín Loftsdóttir, en hún hlaut Barnabókaverðlaunin 1988. Undanfarin ár hefur verið sagt frá verðlaunabókum og oftast birtir kaflar úr þeim. í vetur var Þorgrimur Þráins- son tekinn tali - fyrir nokkrum árum var viðtal við Andrés Indriðason og einnig hefur verið spjallað við Eð- varð Ingólfsson, Hrafnhildi Valgarðsdóttur og Ólaf M. Jóhannesson. - En vera kann að við byrjum aftur á föstum þætti með viðtölum. 100 ára afmælisblaðið verður áreiðanlega stórt og veglegt. HÁRCREIÐSLA- FRÍMERKJAKLÚBB- UR Kæra Æska! Ég vil byrja á því að þakka fyrir alveg frábært blað. Svo vil ég þakka fyrir kynningarnar á Strandvörðum. Ég ætla að spyrja um dálítið: 1. Þarf maður að fara til út- landa til að læra hárgreiðslu? Hve langan tíma tekur námið? Hvað kostar það? 2. Ef maður fer í frímerkja- klúbb Æskunnar fær maður þá frímerki send? Hvað kostar að vera í klúbbnum? Álit mitt á Evu og Adam er að þau séu æðislega skemmti- leg. Hjördís. Svar: 1. Hárgreiðsla er kennd i iðnskólum hér á landi - auk þess sem komast verður „á samning” hjá hárgreiðslu- stofu. Nemandi stundar í byrjun nám i iðnskóla einn vetur, þjálfar sig síðan 18 mánuði í starfi og lýkur námi í skólanum á einni önn. Skólakostnaður er ekki mik- ill. 2. Félagar i Frímerkja- klúbbi Æskunnar skiptast á merkjum að vild. Klúbburinn sjálfur sendir ekki merki. Það kostar ekkert að gerast fé- lagi. AÐ RITA NAFN UNDIR BRÉF Kæra Æska! Gætir þú birt grein og vegg- mynd af Júlíu Roberts - eða bara grein? Af hverju þarf að birta fullt nafn þegar maður sendir bréf til Æskuvanda? Hvað lestu úr skriftinni? Mér finnst Adam og Eva skemmtileg. NN 16 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.