Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1993, Page 16

Æskan - 01.06.1993, Page 16
PÚSTUR Pósthólf 523 - 121 Reykjavík UM REYKHÓLA- SKÓLA Kæri Æskupóstur! Ég heiti Halla og er að verða 13 ára. Ég ætla að lýsa félags- lífinu í skólanum mínum. Hann heitir Reykhólaskóli. í honum eru 54 nemendur. Einu sinni i viku er félagsstarf í klúbbum. Fimm klúbbar starfa hér: [þrótta-, blaða-, leiklistar-, tölvu- og spilaklúbbur. Diskó- tek, myndbands- og bingó- kvöld eru til skiptis nokkrum sinnum á vetri. SKIPSTJÓRN OC KÖRFU- KNATTLEIKUR Kæra Æska! Mig langar til að verða skip- stjóri. Er æskilegt að ég verði stúdent? Eða á ég að fara beint í Stýrimannaskólann? Viltu birta veggmynd með K.K. eða Shaquille O’Neal? Viltu birta fróðleiksmola um Chicago Bulls, Orlando Magic eða Phoenix Suns? Er hægt að hafa kynningu á öllum liðunum i NBA-deildinni, kannski fimm liðum í einu tölu- blaði? Þökk fyrir gott blað, Ólafur Jóhann. Svar: Sá sem hyggst verða skip- stjóri verður sjálfur að meta (gjarna með ráðum skyld- fólks) hvort hann vill fara I menntaskóla áður en hann snýr sér að námi í Stýri- mannaskólanum. Inntöku- skilyrði þar er grunnskóla- próf, siglingatími í 24 mán- uði og að sjón og heyrn full- nægi ákveðnum kröfum. Við munum kynna banda- riska körfuknattleiksmenn á ýmsan hátt iÆskunni. Ann- að veifið verða veggmyndir af þeim eða liðunum. KYNNINC Kæra Æska! Þakka gott blað. Ég sendi lausnir á þrautum. Taka átti fram hvað maður vildi helst í verðlaun ef maður yrði svo heppinn að lausnin yrði dreg- in út. Ég hef mikinn áhuga á sögunum eftir Hrafnhildi Val- garðsdóttur því að hún er góð- ur rithöfundur. Ætla ég þess vegna að biðja um bókina Unglingar í frumskógi. Uppástunga um efni í blaðið: Mætti ekki hafa Rithöfunda- horn? Þar væri hægt að taka einn og einn unglinga- og barnabókahöfund tali í hverju blaði og birta mynd af honum, spyrja hann um starfsferil og fleira. Þar gætu ungir lesendur eins og ég, og líka gamlir, kynnst nýjum og gömlum rit- höfundum og vitað meira um þá sem þeir iesa bækur eftir. Ein spurning að lokum: Verður ekkí stórt og veglegt afmælisblað þegar blaðið verður 100 ára?!! Kærar kveðjur, Sólrún Víkingsdóttir. Svar: Þakka þér fyrir ábendingu þína. Þátturinn, Rithöfunda- kynning, var á síðum blaðs- ins 1988 og í tveimur fyrstu tölublöðum Æskunnar 1989. Þá voru kynntir nokkrir ágætir rithöfundar af þeirri kynslóð sem gengin er - og auk þeirra ung stúlka, Krist- ín Loftsdóttir, en hún hlaut Barnabókaverðlaunin 1988. Undanfarin ár hefur verið sagt frá verðlaunabókum og oftast birtir kaflar úr þeim. í vetur var Þorgrimur Þráins- son tekinn tali - fyrir nokkrum árum var viðtal við Andrés Indriðason og einnig hefur verið spjallað við Eð- varð Ingólfsson, Hrafnhildi Valgarðsdóttur og Ólaf M. Jóhannesson. - En vera kann að við byrjum aftur á föstum þætti með viðtölum. 100 ára afmælisblaðið verður áreiðanlega stórt og veglegt. HÁRCREIÐSLA- FRÍMERKJAKLÚBB- UR Kæra Æska! Ég vil byrja á því að þakka fyrir alveg frábært blað. Svo vil ég þakka fyrir kynningarnar á Strandvörðum. Ég ætla að spyrja um dálítið: 1. Þarf maður að fara til út- landa til að læra hárgreiðslu? Hve langan tíma tekur námið? Hvað kostar það? 2. Ef maður fer í frímerkja- klúbb Æskunnar fær maður þá frímerki send? Hvað kostar að vera í klúbbnum? Álit mitt á Evu og Adam er að þau séu æðislega skemmti- leg. Hjördís. Svar: 1. Hárgreiðsla er kennd i iðnskólum hér á landi - auk þess sem komast verður „á samning” hjá hárgreiðslu- stofu. Nemandi stundar í byrjun nám i iðnskóla einn vetur, þjálfar sig síðan 18 mánuði í starfi og lýkur námi í skólanum á einni önn. Skólakostnaður er ekki mik- ill. 2. Félagar i Frímerkja- klúbbi Æskunnar skiptast á merkjum að vild. Klúbburinn sjálfur sendir ekki merki. Það kostar ekkert að gerast fé- lagi. AÐ RITA NAFN UNDIR BRÉF Kæra Æska! Gætir þú birt grein og vegg- mynd af Júlíu Roberts - eða bara grein? Af hverju þarf að birta fullt nafn þegar maður sendir bréf til Æskuvanda? Hvað lestu úr skriftinni? Mér finnst Adam og Eva skemmtileg. NN 16 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.