Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 27
Pardus-selur (einnig nefndur
sæhlébarði) er grirnmasta rán-
dýrið í hópi sela. Hann verður
rúmir 3 metrar á lengd og er með
mjög sterkar og beittar tennur.
Skrokkurinn er rennilegur, hálsinn
uppteygður og höfuðið fremur
flatt með gapandi gini eins og sel-
urinn sé stöðugt viðbúinn að
gleypa það sem kemur nálægt
honum. Feldurinn er gráleitur að
ofan en gulhvítur eða Ijósgulur að
neðan og með dökkum smáblett-
um. Þetta litamynstur er svipað
og á pardusdýri og selurinn dreg-
ur hugsanlega nafn sitt af því þó
að ætla megi að sterkir kjálkar og
hvassar tennur hafi ekki síður
komið þar við sögu.
Pardus-selurinn étur mest fisk
og kolkrabba en er þó kannski
frægastur fyrir að elta mörgæsir
uppi á sundi. Hann veiðir líka
aðra seli eins og áður er getið.
Þar við bætist ýmislegt góðgæti
sem fleygt er fyrir borð af hval-
veiðiskipum þó að minna sé nú
orðið um það en áður var.
Mest er af pardus-sel við Suð-
urskautslandið en hann er einnig
við Ástralíu og Suður-Ameríku.
Stofninn er áætlaður um 300 þús-
und dýr. Selirnir eru oftast nokkuð
staðbundnir en þó kemur fyrir að
þeir taka sig saman og ferðast þá
í stórum vöðum. Þá eru þeir vafa-
laust lítt árenni-
legir.
Ekki eru miklar
upplýsingar um
fjölgun pardus-sela en
urturnar kæpa sennilega í nóv-
ember-desember, þ.e. að sumri til
á þessum suðlægu slóðum.
Ross-selur er álíka útbreiddur
og pardus-selur en þó er litlu
meira vitað um hann. Þetta er
mjög sérhæfð tegund með gríðar-
stór augu og smáar og veik-
byggðar tennur. Líklega er það
aðlögun að því að hann lifir eink-
um á smávöxnum botndýrum.
Hann getur kafað dýpra en nokk-
ur önnur selategund. Þegar hann
liggur á ísnum getur hann flatt sig
út svo að hann líkist helst pönnu-
köku. Liturinn er sérkennilegur,
grænleitur á baki, gulur á kviði og
gulleitar skárendur á hliðum.
LJÓSM YNDAKEPPNIN -
SEÐ MEÐ AUGUM ÆSKUNNAR
Við minnum á Ijósmynda-
keppni Æskunnar - sem kynnt
var í 5. tbl. á bls. 4.
í boði eru glæsileg verðlaun,
þar á meðal þrjár Canon-
myndavélar frá Hans Peter-
sen hf.
Allir lesendur Æskunnar geta
tekið þátt í keppninni - en um
verðlaun keppa 16 ára og
yngri (fæddir 1977 og síðar).
Myndefnið er frjálst.
Skilafrestur er til 1.
september.
Myndunum verður að fylgja
staðfesting foreldra á því að
sendandi (f. 1977 og síðar)
hafi tekið þær.
Bréfin á að merkja þannig:
Ljósmyndakeppni
Æskunnar,
pósthólf 523,121 Reykjavík.
Canon EOS 1000F - aðalverðlaun í Ijósmyndakeppni Æskunnar. Vélin er með inn-
byggðu leifturljósi - hún stillir skerpu myndanna sjálf og er mjög einföld í notkun. Hún
er mest selda myndavél í heiminum - af þeim sem eru þannig gerðar að horft er í
gegnum linsuna við myndatöku - og unnt er að skipta um linsu í.
Æ S K A N 2 7