Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1993, Page 57

Æskan - 01.06.1993, Page 57
(Ein merking orðsins vatnsköttur er: Sá sem hefur gaman af að vera í vatni). Jeremy Jackson leikur nú hlut- verk Hobies í þáttaröðinni Strand- vörðum. Hann erfæddur 13. októ- ber 1980 í Suður-Kaliforníu; er dökkhærður og brúneygður; á heima hjá móður sinni, Jalonnu, skammt frá ströndinni í Los Angel- es (Englaborg); á sex ára systur, Taylor að nafni. Vinir hans kalla hann Bubba. Hann hefur leikið í sjónvarpsaug- lýsingum og -þáttum frá sjö ára aldri - og er orðinn geysilega vin- sæll vestra. Vinsældir hans ná einnig austur yfir Atlantshafið. Fjöldi aðdáenda þyrptist að honum þegar hann kom til Englands til að taka þar við eftirsóttum verðlaun- um. („SOS Award as Best Newcomer" - („besti nýi leikarinn á skjánum")). Jeremy er ágætur sundmaður og leikinn á brimbretti. Hann hefur líka gaman af hornabolta, ísknattleik og akstri á snjósleða. Hann vildi gjarna horfa á kvikmyndir og skemmta sér við tölvuleiki lengur en hann hefurtímatil. Starfið kallar - og skólinn! Samt gefur hann sér dálítinn tíma til að reyna að kenna Shakespeare, litla páfagauknum sínum, að tala. Hann á stórt safn af teiknimyndasögum og nýtur þess að lesa þær og ævintýrabækur. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á hákörlum og les allt sem hann finnur ritað um þá. Besti vinur hans er leikarinn Brandon Call - þó að undarlegt megi virðast því að Jeremy náði hlutverkinu af honum! Enn ótrúlegra er að hann sagði félögum sínum ekki frá því að hann hefði fengið hlutverkið í Strand- vörðum: „Mig langaði til að þeir hefðu ekki hugmynd um neitt fyrr en þeir sæju mig á skjánum - og hringdu þá í mig og segðu: „Maður! Ert þú farinn að leika í Strandvörðum?““ Ef til vill finnst ykkur þó allra ótrúlegast að honum líkar skólaset- an ekki alltof vel - af því að hann á við nokkra námserfiðleika að etja. Þeir eru fólgnir í því að hann á örð- ugt með að tjá sig skriflega. „Eftirlætis-námsgreinar mínar eru móðurmál, listir - og leyfi!“ segir hann. Ef einhver hefur hug á að hækka hlaðann af bréfum, sem honum birtast, er reynandi að senda bréf með þessu póstfangi: Jeremy Jackson, 5433 Beethoven, Los Angeles CA 90066, Bandaríkjum Norður-Ameríku. Æ S K A N 6 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.