Skírnir - 01.01.1918, Side 8
.2
Jörð.
[Sklrnir
Með kvíða og ógn þess hörðu fjötur hrökkva,
svo hnígur moldin þungt að sínu leiði.
Vjer frelsumst sem í leiptri af líkn og reiði.
— Vort ljós, það kviknar þegar fer að rökkva.
I einum svip vjer sjáum lífsins dag,
er sálin lítur við i dauðans hliði —
sem rifjist þáttur upp á sjónarsviði,
er síðsti ómur deyr í leiksins brag.
Hve hljómar saknaðsárt vort minnislag;
hve sveimar liðins tíma augun skera.
— í kvæðalok nær hryggðin hærra en gleðin,
Að hinnstu skilst oss fyrst vor eigin vera,
og hjartað finnur orð, sem andann bera.
■----Vort æfiljóð, sem bót ei verður kveðin!
Þín dýpsta hvöt hún bjó þjer böl og hel.
I banni traðkast nú þinn helgi lundur.
0g þó á lífið enn sitt háa undur —
er ástin helga snertir mannleg þel.
Þá skin þú saklaus enn, vort Edenshvel,.
með aldin frjáls, er sig til jarðar hneigja.
Þá gjöra hjörtu hugi tvenna að einum,
og himininn hann sjest, en orðin þegja —
en syndug, jarðnesk brjóst í draumi deyja
og drúpa að vængjaföðmum, engilhreinum.
— Vér helgumst þér, vor sólarsignda fold,
í segulviðjum, undir loptins höfga,
með eðlið skipt, til hels og himins öfga,
og hljóða vöggu búna í unn og mold.
Þú hófst til ljóss og lífs vort þunga hold
og lyptir vorri brá til morgunlanda.
Sem vona og trúnaðs börn, þin björg vjer hi’eifum.
A brúnum tinda vegamerkin standa.
Loks dagar yfir draum vors bundna anda
og dauðinn leysir vora sál úr reifum.