Skírnir - 01.01.1918, Side 9
Bkirnir] Jör6. 3
— Vjer teigum við þitt brjóst vort Bragavin;
þin bros og daggir titra í vorum gígjum,
þinn andblær ber vorn óð að himinskýjum;
með ómi þinna hamra rödd vor dvín.
Þú breiðir klæði blóma og fannalín
á brautir vorar, upp til söngsins hæða.
Þitt afl er það, sem ljóði og list vér vígjum
— þú ljetst það streyma fram til vorra æða.
Af jarðarætt er andi vorra kvæða.
Þinn eldur býr í strengnum sem vjer knýjum.
Vort sandkorn himnahafs, hve ertu stór.
Þín hljóðu straumaköst ná geiminn yfir.
í þínu dufti drottins myndin lifir.
Þú dropi varðst svo fylltist ljóssins sjór.
Sá andi, er stillir stjörnuskarans kór,
hann stýrir hverju spori þinna loga;
því hann er sá, sem a 111 sjer í því eina;
því á eitt sjónarkast vort hvolfsins boga;
því speglast blikur blárra, djúpra voga
i blaðsins dögg, í táruui pinna steina.
Þú deplar auga og dagur verður kveld.
Þú dregur blæju hægt á mánagluggann —
og breiðir þjer að brjósti næturskuggann,
þú blundar, vaknar, kveikir morguneld.
Þú dúðar okkur hljótt í haustsins feld,
en heitan móðurkoss til vorsins geymir.
Svo snýr þú við, sem víf að ástarhótum,
og vetrarþraut í röðulfaðmi gleymir.
En grannahvelin heilög bros þín dreymir,
ó, himinstjarna, sem vér troðum fótum.
— Við djúpsins eld þú ólst vorn skyggna hug,
sem uggir heima og líf þar sólir dvína,
og hærra vill og víðar en þær skína,
sem veit, að takmörk á þitt stolta flug. —
1*