Skírnir - 01.01.1918, Page 10
4.
Jörð.
[Skírair
í sókn og flótta sveiflast þú á bug
uns sundrast þú i logans innsta kjarna.
En hrapir þú í ösku á auðar slóðir,
samt er þín líking varðveitt, fagra stjarna.
í sál og anda ódauðlegra barna
þar er þín eilífð, veröld vor og móðir.
Þín sanna dýrð hún skin í hilling hæst,
þar hvelfast skýjaborgir. Og þær standa.
Á meðan grjót og múrar hrynja i sanda
rís munans höll þeim trausta grunni næst.
Þann skáldagrun, sem lýsir loptin fjærst,
«r lengst að má úr heimsins dánarsögum.
Því verður list vors lífs hið fagra að dreyma
í lit, í máli, í hljóms og sjónar brögum.
— Þín fegurð öll er undir djúpum lögum,
sem andinn veit, en hjartað þarf að gleyma.
Þar birtist voðavafans gáta öll.
Hver vanhelg sjón hún deyr við bjarmann mikla.
Því geyma englasverðin landsins lykla
-og ljósi jarðarandans hasla völl. —
Ein alda af brjóstsins hafl flytur fjöll
þar forvit heims er blindni og dróma vaflð.
Vort hærra stig ber anda og kennd í eining —
í undirdjúpi sefans finnst það grafið.
Sjá farfuglsungann átta sig um hafið;
eins eygist luktri sjón vors höfunds meining.
En eins og hvolfir hylur skýi við,
svo hverfast sjónir vorri ytri skoðun.
Þitt blinda líf það hlýðir hærri boðun,
en himnur augans spegla öfug mið.
Þar starir skynjun öll, við afgrunns rið,
í ásýnd þá, sem ljóss frá stól er hröpuð.
Þar ristir máttug hönd á vegginn varnað:
Án vegabrjefs vors hjarta er leiðin töpuð.