Skírnir - 01.01.1918, Page 11
*Wánir]
Jörð.
Vor hulda greind var oss til skilnings sköpuð;
því skerðir trúlaust vit vorn sálarfarnað.
Þó væri án skuggans sviplaus sjálf þín brá.
í sálarhjúpinn er hans teikning dregin
— uns sólarblettur er af auga þveginn
og upptök geislans hugir þola að sjá.
Þvi er allt líf þitt stormur, stríð og þrá
upp stigans þrep, svo hækki og göfgist myndin.
Því logar klaki og steinn í stjörnugliti,
því stráir blómið ilm á fjallavindinn,
því grípur augað geislann bakvið tindinn
og gægist yfir friðarbogans liti.
Má þessi vilji í blóði, bjargi og hlyn
ei bylta aflsins otefnu á nýja vegi. —
Skilst þannig útboð vort að dómadegi
að duptið sjálft sig hefji í æðra skyn?
Hvort skalt þú bera andans kraptakyn,
sem kveðst til annars lífs, án molda og grafa?
Skal jarðarreynsla rísa af efnisdraumnum
og rúnateiknin handan Ijóssins stafa,
uns mennskir hugir sökkvisjóinn kafa
og sveiflumálið lesa í ysta straumnum?
— Svo rjett oss lífsins djúpu, dýru skál,
þú dóttir myrkra undir himnaljósum.
Lát bekki þína og öndveg anga af rósum,
lát óma í risin blá þitt hæsta mál.
Stíg tímans spor við hnattahjálmsins bál,
við hörpugný af röstum vinda og sjóa.
Hvert bros þíns vanga lyptir hjartaljóðum,
við ljóma þinna hvarma vonir gróa,
við lokkailm og andþyt sterkra skóga,
við æða þinna nið í björtum flóðum.