Skírnir - 01.01.1918, Page 13
Annað líf.
Ræðustúfur eftir Bjarna Jónsson frá Yogi.
Þessu lífi er óþarft að lýsa. Þar er um auðugan
-:garð að gresja, ef leitað er lýsingar á því. Hafa bæði
akáld vor og annara þjóða komist svo vel að orði um
það, að mér mun nægja að nefna nokkur dæmi. Kristján
Jónsson^segir um það:
Lifið allt er blóðrás og logandi und,
sem læknast ekki fyr en á aldurtila stund.
En Jón Ólafsson lýsir nær því sem daglega verður:
Aldrei hljóta af argi frið,
enga bót fá meina,
heimska þrjóta að þreýta við:
það er ljóta gamanið.
Victor^ yon Scheffel segir að það væri fífiadans, ef það
værióeigi svo alvarlegt sem það er:
Das Leben ware ein Narrentanz,
wenn’s nicht so ernsthaft ware.
Vilji menn nú eigi láta sér lynda lýsingar einstakra
raanna, sem vel mega vera runnar af stundar geðblæ,
þá er að minna á hitt, hvern veg þjóð vor lítur á það.
Mætti til þess velja ýmsa málshætti og orðskviði, en eg
mun láta mér nægja að minna á þenna: »Böl er búskap-
ur> hrygð er hjúskapur, ilt er einlífi og að öllu er nokkuð«.
Þótt einhverjum þyki hér kenna svartsýni, þá hygg
eg sannast sagt að daglegt lif muni flestum þykja grálegt
°g þyki mönnum sem öllu sé snúið öfugt, þar sem mest-
um hluta mannanna er nauðugur einn kostur að lifa til
þess að eta, en þeir koma þvi eigi við, að eta til þess