Skírnir - 01.01.1918, Page 14
8
Ánnað lif.
[Skirnir
að lifa. Tíminn og kraftarnir endast illa til að afla við-
urværis, hvað þá til annars meira. Fer því flestum sem
skáldinu, er sagði:
Ungum lék mér löngun á
að lifa til að skrifa.
En sköp hafa því svo skift, eg má
skrifa til að lifa.
Þetta líf, þ. e. baráttan við sultinn, er því ekki eftir-
sóknarvert.
Prestur var fenginn til þess, að telja um fyrir Jóni
Arasyni, áður en hann var leiddur til líflátsins. Hóf séra
Sveinn mál sitt á þessa leið: »Til er líf eftir þetta,
herra«. »Veit eg það, ðveinki«, svaraði Jón. Eg mun
nú eigi fara nær orðum prests en svo, að eg segi: »Til
er annað líf, háttvirtir áheyrendur«. Og þótt eg fái sama
svar, mun eg þó Verða þrárri en Sveinki, og segja yður
nokkru gjör frá því.
Mér kann nú að hafa orðið það á, að vekja með
þessum orðum mínum þá eftirvænting hjá yður, að eg
hefði öðlast eitthvað af speki hinna alkunnu draumspek-
inga, eða að eg hefði haft fregnir af framliðnum. En
það var þó eigi ætlun mín. Má vera að eg hafl heldur
átt að víkja við orðum Byrons úr »drauminum« ogsegja:
Tvískift er líflð, list á sína heima,
réttnefndra hluta tveggja takmörk skýr.
Þessu »öðru lífl« hefl eg lýst svo á öðrum stað: »Fyr-
ir utan strit og stríð daglégs lífs er heill heimur fagurra
sólgeisla, stórra fljóta, fossa og fjalla, mannfegurðar og
lífs, orðsnildar og óma. Sumir sýna oss þenna heim í
söng, sumir í sögu og leik, sumir í ljóði, sumir í litum
og enn aðrir greipa hann í stein eða málma. I þessum.
heimi lifum vér beztu stundir æfi vorrar og njótum^ hrein-
astrar gleði og höfum liana þar helzt ómengaða. Þangað
flýjum vér undan hugarharmi vorum og áhyggjum og
daglegu stríði voru, sem er meini blandið á marga lund.
Fyrir því megum vér vera þakklátir þeim mönnum, sem.