Skírnir - 01.01.1918, Síða 15
Skírnir] Annað lif. 9'
skapa oss þenna hvíldarheim og alla þá gleði, sem þar
býr«.
En þetta eru aðeins mín orð, og get eg hvorki búist
við að menn hafi haft tíma til að taka eftir þeim, né að
þeir trúi mér. En þá er að líta á meðferð mannkynsins
á þessum efnum eftir því sem sagan kemst næst.
Svar mannkynssögunnar er ótvírætt þetta: A.llar
heimsins þjóðir hafa reynt að skapa sér annað betra líf
eins og Oddur Hjaltalín, er gerði sér þá hlátraheim er
heimur grætti. Vilji menn grenslast eftir því, hversu
lengi mannkynið hafi haft listina í hávegum, þá verða
menn að leita fram til hinna fyrri jarðalda, að minsta
kosti fram til þriðju aldar (tertiæra tímans). Því að
skömmu síðar en menn þeirrar aldar höfðu lært að gera
sér verkfæri úr steini eða öðru, tóku þeir einnig að fegra
þau og ágerðist það því meir sem lengra leið. Finna
menn þvi í hellum listaverk frá tímum horfinna mann-
tegunda. Nákvæmlega verður eigi sagt, hversu langt er
nú liðið frá fyrsta upphafi listarinnar, en svo mikið má
þó telja vist, að hér veltur á milliónum ára. (Wilh.
Bölsche, Der Mensch der Vorzeit, bls. 19).
Sem vænta má sýnir nú sagan það einnig, að því
hærra sem er menningarstig þjóðarinnar, því meiri mætur
hefir hún á listum. Má auðveldlega rekja þetta frá hinum
verst mönnuðu þjóðum upp til þeirrar þjóðar, sem hæst
hefir staðið að menning, til hinna fornu Hellena (Grrikkja).
Nú er þá mönnum óhætt að trúa orðum mínum, þeim
er eg gat um áðan, því að öll saga mannkynsins sannar
þau, enda mun engi á móti inæla, ef hann hugsar málið.
Hverjir skapa nú þann heim, er annaðlífá heima
í, eða himin þess?
Hver maður á í hug sínum friðaðan blett, þangað sem
argaþras daglegs lífs kemst eigi. Þangað flýr hann sér
til hugarhægðar, hvenær sem færi gefst. Þar hefir hann
geymt það allt, sem fegrar líf hans. Sumt hefir hann
skapað sér sjálfur, sumt er komið frá forfeðrum hans og
enn annað frá samtíðarmönnum hans. Má því með sanni