Skírnir - 01.01.1918, Side 16
no
Annað lif.
[Skirnir
Æiegja að hver maður geri sér himin sinn að einhverju
leyti, enda mun af þessari viðleitni runnin sii húsgerðar-
list, sem hvelfir himna yfir oss jarðarbúa.
En annars vinna að því starfi sérstakir húsgerðar-
snillingar, er kallast listamenn. Þeir hvelfa oss himna til
^nnars lífs hér á jörð og þeir fylla þann himin með alls
konar fyrirmyndum fegurðar og hreinleiks, þeir gera oss
hugsjónahimin Platons
En hvern veg fer um laun þeirra? Mundu þeir fá
slík laun sem aðrir verkamenn þjóðarinnar eða önnur
meiri og veglegri? Hverju mundi kauphækkun þeirra
nema? Eftirfarandi smásaga sýnir yður bezt, hver laun
•eru goldin hamingjusmiðum þjóðarinnar, birtuberum henn-
ar og gleðigjöfum.
Land eitt liggur hvorki fyrir austan sól né vestan
mána. Er það auðhitt öllum áheyröndum mínum. Þar bar
svo við eitt sinn, að vinnuveitandi sat i ljótu og stóru
húsi sínu. Þar var illa bjart og auðir veggir og allt
•ömurlegt og kaldranalegt.
Þá kvaddi maður dyra og inn kom ókunnur verka-
maður. Sá litaðist um og kendi í brjósti um húsráð-
anda, er hann sá, hversu þar var óvistlegt Hann gleymdi
erindi sínu og mælti til vinnuveitanda:
»Eg hygg að eg mundi mega gera vistlegra hér og
vildi feginn reyna, ef eg raætti.t
»Sama er mér, þótt þú reynir,« svaraði húsráðandi,
»annars er hér nógu gott.«
Okunni maðurinn slær höipu sína, og steinar og ann-
að efni kemur og raðast sjálft í forkunnar fagurt og hag-
lega gert hús með gotneskum oddbogura og grönnum og
háttgnæfandi turnum. Inni var allt prýðilegt. Þar voru
hörpur og töluðu mannamáli og sungu sjálfkrafa. Þar
voru skáldrit og gengu söguhetjurnar og fólkið út úr
spjöldunum og sýadu ýmist lifnaðarháttu og hugarfar lið-
inna alda, eða samtíðarinnar. Þar voru á veggjum mál-
aðar myndir, og sá þar sumar og gróður, þótt um vetur
•væri, og var sem þar inni í húsi þessu væri saman kom-