Skírnir - 01.01.1918, Side 17
'Skirnir]
Ánnað lif.
11
inn kjarninn úr fegurð láðs og lagar, lífs og dauða, þar
voru höggnar myndir og steyptar, er drógu saman í eina
örlagastund æfl og örlög einstaklinga og heilla þjóða, er
sýndu á einum veggfleti hugsjónir og andarauð ótal alda
•°g þjóða. Þar kvað margt listaverk Urðar orði, yerðand-
in vafðist sólstöfum og fegurð og snildin sýndi þar skuld
tíman8, eða hvað fram skyldi fara síðar.
Alt þetta gladdi geð eigandans og huggaði hann og
hresti, þeear hann kom þreyttur heim frá störfum sínum,
hvatti, efldi og vakti hug hans. Hann undi nú hag sín-
um hið bezta.
Og tímar liðu.
* *
*
Einhvern dag sat vinnuveitandinn glaður og reifur í
höll fegurðarinnar og hvíldist eftir happasæl störf. Þá
hom ókunni maðurinn til hans og mælti:
»Þykir þér eigi fagurt hér og þykir þér eigi nokkurs
um vert, hversu eg hefi búið um þig?«
»Eg kann vel við margt af þessu glingri þínu,< svar-
aði vinnuveitandinn.
Þá mælti ókunni maðurinn enn: »Nú er mér vaxið
ásmegin og alt fegurðarstarf mitt er máttkara en áður,
sjónin hvassari, heyrnin næmari, höndin hagari, andinn
auðugri, hyggjan dýpri og skilningin skarpari. Því að
Freyja hefir nú veitt mér aflvakann mikla, ástina og kon-
una. En eitt smáatvik vekur mér áhyggju. Mig skortir
mat til að halda við starfsþoli mínu, og þykir mér sárast
ef óort verk mín farast fyrir.
Nú hefi eg veitt þér harla mikil gæði, hugarauð og
aofiyndi, mundir þú þá eigi vilja veita mér þetta litilræði
í staðinn?«
»Skárra er það nú litilræðið!« svaraði húsráðandi.
»Annars var aldrei samið um kaup fyrir þetta fitl þitt,
enda mundi eg aldrei hafa keypt það. Þú vanst verkið
nf sjálfsdáðum og átt því enga heimting á kaupi. Þó
naun eg nú gefa þér nokkur hundruð krónur, en síðan vil
eg vera laus við alt betl.«