Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 20
Konungssonur.*
Eftir Gunnar Gunnarsson.
Þér gerðuð boð eftir mér, herra konungur'?
Kalla þú mig Hákon, Inga.
Hákon Sverrisson, þér vilduð hafa tal af mér?
Kalla þú mig Hákon, Inga, ekkert nema Hákon.
Hákon, hvað viljið þér?
Það, Inga, alt vil eg þér. — Þegar eg kom hingað
fyrir viku til Borgar og sá þig standa þarna úti á svöl-
unum, þá — þá stöðvaðist eitthvað innan í mér, þá stöðv-
aðist hjartað hérna í brjósti mínu, — og það var líkast
því að sjálft líf mitt léki á þræði. Og þegar eg spurði
þig: hver ert þú? og þú horfðir á mig með einörðu, bláu
augunum þinum og svaraðir: Inga frá Varteigi, þótti
mér sem eg jafnan hafa þekt það nafn, og hafði þó aldrei
heyrt það áður.
Hvenær hyggist þér að halda ferðinui áfram, herra
konungur?
Aldrei, — eg fer aldrei lengra. En kalla þú mig
Hákon, Inga. — Hvað ert þú að hugsa um?
* Höf. hefii samiö sögn þessa á dönsku, og er hún bygð á sögu
Hákonar konungs Hákonarsonar, þar sem hann er einmitt „konnngsson-
nrinn“, er sagan segir af. í siðasta þriðjungi sögunnar hefir höf. á fá-
einum stöðum þýtt orðrétt úr Hákonarsögu, ýmist hluta úr setningum
eða samfeldar Betningar. Þar sem svo stóð á, hefi eg ekki lagt til ís-
lenzka þýðingu írá sjálfum mér, taldi réttara að láta orð Hákonarsögu
óbrjáluð; hefi aðeins vikið við ritliætti I sama horf og annarstaðar í
sögnnni. Þýð.