Skírnir - 01.01.1918, Síða 21
Skirnir]
Konnngssonur.
15>
Þér eruð ungur, herra konungur. . . . Hvers vegna
hlæið þér að mér?
Inga! — Inga frá Varteigi! — hvað ert þújgömul?
Nitján vetra, herra.
Nitján vetra! — Þá erum við jafnaldrar! — En þú
munt vera mun betur viti borin en eg, Inga.
Svo vel viti borin er eg, Hákon, að eg veit, að kon-
ungur verður ekki heftur á för sinni — og að ekki ber'
að hefta hann. . . .
Þú talar jafnan svo hyggindalega og skynsamlega,.
Inga. . . . Inga, en livað þú ert fögur! — Um hvað ert-
þú að hugsa, Inga?
Eg k' m að rekkju yðar í nótt, herra.
Inga! — hvað segir þú! . . .
Sleppið mér. . . . Eg kem að rekkju yðar í nótt,.
herra.
Inga frá Varteigi — eg elska þig.
Það veit eg, herra — annars kostar hefði eg ekki
komið að rekkju yðar í nótt.
Inga frá Varteigi — elskar þú mig?
Þarft þú að spyrja, Hákon . . . Hákon . . .
Þú ert mikillát kona, Inga, mikillát svo sem ætt þín
er- Þú ert konungi samboðin.
Annars kostar hefði eg ekki komið, herra.
Inga frá Varteigi — þú skalt verða drotningin mín
drotning Noregs. Þú kemur með mér til Björgynjar.
Við höldum brúðkaup okkar um jólin.
Nei, herra, drotning vil eg ekki vera. — En eg vildi
gjarna ala yður son, herra.
Inga, hafnar þú því að verða drotningin mín?
Já, herra.
Þú rnóðgar mig, Inga.
Nei, herra, en eg elska yður, og vildi gjarna ala yð-
ur son.
Er það sakir þess að þú elskar mig, að þú vilt ekki
Verða drotningin mín?