Skírnir - 01.01.1918, Page 22
Konungssonur.
[Skírnir
46
Já, herra.
Mæl þú Ijósar, Inga.
Eg vil ekki ráða yður bana, herra.
Hlytir þu þá að ráða mér bana, ef þú yrðir drotn-
íngin mín?
Já . . . jafnskjótt og þér svikjuð mig, herra, hlyti eg
að ráða yður bana.
• En eg mun aldrei svíkja þig, Inga.
Hákon konungur, í yður og ætt yðar er heitt blóð og
rúmgóð hjörtu. — Og margar eru konurnar fagrar í Noregi.
Já.-------En engin sem þú, Inga.
Hákon, svík mig ekki, á ð u r e n eg hefl geflst þér.
Hvað áttu við, Inga?
Ekki neitt, herra.
Hvað áttir þú við, Inga?
»Jáið« áðan kom upp um yður.
Þú ein átt hjarta mitt, Inga.
Já, núna — það veit eg. En eg er ekki hin fyrsta
og verð ekki hin síðasta. '
Inga, eg skil þig alls ekki . . . elskar þú mig?
Eg elska þig, Hákon.
Inga frá Varteigi — elskan mín!
Margrét drotning og frú Kristín hafa nú þegar beðið
lengi í Oslu. Ber nauðsyn til að vér förum af stað, herra.
Til heljar með þig Hákon galinn, og tak stjúpu mína
með þér, ef þig fýsir.
Hákon konungur Sverrisson, þér gleymið yður ....
Hákon galinn, þú ert asni. — A brott!
Hákon konungur Sverrisson —
Er þér nú einnig þörf máls, Pétur Steypir?
Nær var það venja með Birkibeinum að grípa fram
í fyrir öðrum?
Sem stendur er það eg, sem kveð á um, hver venj-
an sé með Birkibeinum. Gleym því ekki, Pétur Steypir.
Tala þú!