Skírnir - 01.01.1918, Side 23
Skirnir]
Konungssonnr.
17
Fúslega, lierra.
Eg vildi ekki hafa sagt annað en það, að faðir yðar,
•Sverrir konungur, er einnig unni fögrum konum —
Þegi þú, Pétur Steypir! —
gleymdi aldrei fyrir konu sakir, að hann var konungur.
Gæt tungu þinnar, Pétur Steypir. — Vara þig!
Ljóstið þér mig, herra konungur?
Hvort kom við, gamli Birkibeinn! Eg gerði ekki
annað en þrýsta konungsinnsigli mínu á munn þér, er
var helzt til opinn,
Hákon konungur Sverrisson, svo er að sjá, sem yður
sé kunnugt, að þér megið treysta mönnum yðar, þar sem
þér býtið þeim hvorutveggja, harðyrðum ogþungum höggum.
Veit eg það, Dagfinnur bóndi.
Leyfið mér að ráða yður ráð: geymið handafl yðar
•óvinum yðar, herra.
Baglarnir kenna handafl mitt, Dagfinnur bóndi, og
munu fá að kenna á því enn betur.
Það er ósk allra Birkibeina. Til þessa hefir það ekki
verið talið konungsafrek, að véla konur og ljósta vini sína.
Dagfinnur bóndi, neyð mig ekki til að þrýsta innsigli
íminu á munn þ é r í viðbót.
Þess dirfist þér ekki, herra.
Hvað mælir þú, Dagfinnur?
Þess dirfist þér ekki, herra, alla þá stund, er eg á
íþað ekki skilið!
Dagfinnur bóndi, hver er konungur í Noregi?
Sem stendur þér, herra. En virðist yður nauðsyn að
:8Pyrja?
Og hvað ert þú, Dagfinnur bóndi?
Tryggur þegn konungs míns — en ekki þræll hans,
íherra.
Manni gæti stundum til hugar komið, að þú værir
ikonungborinn, Dagfinnur.
Eg er bændaættar, og það er á sinn hátt jafngilt.
Dagfinnur, vilt þú heita mér einu?
Fúslega herra.