Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 24
18
Konungssonnr.
[Sklrnir
Dagfinnur, þú veizt, livað hér hefir að orðið.
Eg veit það, herra.
Vilt þú heita mér því, ef Inga frá Varteigi yrði þung-
uð og æli son, að þjóna honum þá af jafn miklum trún-
aði og þú hefir þjónað föður mínum og mér.
Gera mun eg það, herra. Það er, hvort sem er, bein
skylda mín. Líf mitt og allra Birkibeina er helgað ætt Sverris.
Þökk, Dagfinnur bóndi. Þá dey eg kvíðalaus.
Hvað eigið þér við, herra?
Mig hefir dreymt ærið undarlega, Dagfinnur. Mig
dreymdi, að faðir minn, Sverrir konungur, gekk að mér
og fór kaldri hendi um líkam minn. Og þar sem hann
snart, þrúthaði holdið og varð' blátt og bólgið. — Eg verð
ekki ianglífur, Dagfinnur.
Mælið ekki svo. Þá myndi illa komið fyrir Noregs-
ríki. Þér eruð ungur maður, heri’a.
Bróðir minn, Sigurður lávarður lézt og var þó ungur
að aldri.
Þér eruð hryggur, herra.
Lifið er svo indælt, Dagfinnur. Og eg hefi nýlega
tekið við konungdómi. — Ég hefi ráðið altof fáum Bögl-
um aldurtila.-------Hvert var erindi þitt áðan, Dagfinnur?
Eg kom, herra, til þess að leiða athygli yðar að því,
er þér virðist ekki sjá, að vetur er í nánd og vegir spill-
ast. Hér megum vér ekki dveljast lengur, — vér höfum
þegar dvalist hér of lengi. Oss er nauðsyn á, að liafa
vetrarsetu í Björgyn. Þar erum vér öruggastir, og þaðan
fáum vér betri vitneskju um framferðir Bagla. Þér eigið
marga óvini, herra — gleymið því ekki. Og óvinir yðar
eru vakandi og hafast að.
Þá er einsætt, að vér séum og vakandi og höfumst
að . . . . Hefjum ferð vora á morgun. Eg fel yður í'yrir-
skipanir allar og undirbúning til farar, Dagfinnur bóndi.
Svo sem þér bjóðið, herra, —
Þegar vér höldum liði voru austur um, sjáumst við'
aftur, Inga. : :