Skírnir - 01.01.1918, Page 26
20
Konungssonur.
[Skirnir
Nei, Auðunn frændi.
Sendimaður frá Birkibeinum.
Komið hefir hann þá frá Hákoni konungi?
Nei, frá Guttormi konungi. — Eður öllu fremur frá
Hákoni galinn, jarli.
Hvað ert þú nú að fara, frændi?
Inga — Hákon Sverrirsson konungur er látinn ....
Hann sýktist jólanóttina og lézt áttunda dag jóla.
Jólanóttina .... varð hann sjúkur, sagðir þú það?
Birkibeinar hafa tekið sér að konungi Guttorm, son
bróður hans, Sigurðar lávarðar, en þar sem hann er enn
barn eitt að aldri, hafa þeir geflð Hákoni galinn jarls-
nafn og skipað honum við hlið hans. Nú verða tímarnir
þungir Noregi.
Já . . . . Hvað áttu við, Auðunn frændi?
Sigurður lávarður var ekki konungur, er Guttormur því
•ekkikonungssonur, þótt hann sé sonarsonur Sverris konungs.
Þjóðin — allur Noregur tekur ekki í mál, að veita öðrum
fylgi en konungssyni, — og vér eigum engan konungsson
i Noregi. Hákon konungur lét ekki eftir sig neitt afkvæmi.
---------Þú þegir, frændkona?
Auðunn frændi ....
Mæl þú, Inga. — Nú heflr þú dvalið með mór þrjú
ár — og ber þó ekkert traust til mín?
Auðunn frændi, undir hjarta minu ber eg barn Há-
konar konungs .... Frá jólanóttu hefi eg vitað það með
vissu, því að þá hreifðist hann fyrsta sinni.
Blessan guðs og mína, frændkona .... Mig grunaði
þetta að vísu. — — En þú ræðir um barn þitt, svo sem
þú vissir, að það mundi verða sveinn.
Það h 1 ý t u r að vera sveinn, slíkt sprikl og spark
sem er i honum. — Þú mátt ekki hlæja að mér, frændi.
Virð á betra veg, Inga — eg varð svo glaður . . . •
Þetta skiftir miklu máli fyrir oss Birkibeina — og
fyrir alla Noregs þjóð. Málið er alvarlegt. —
Það tjáir ekki að þú dveljir hér á Borg, Inga.
Hvi ekki, Auðunn frændi?