Skírnir - 01.01.1918, Side 27
Skirnir]
Konungssonur.
21
Hingað ber of marga að. Það sem enginn veit i dag,
kunna allir að vita á morgun. —
Margur úlfurinn mun snuðra kringum afkvæmi Há-
konar konungs.
Hvert lízt þér þá að eg fari, frændi?
Eg á trúan vin, Þránd prest á Fólksbergi í Heggin.
Til hans skalt þú fara. í námunda við hann býr annar
tryggur Birkibeinn, maður af ætt Guttorms grábarða og
frændi Sverris, Erlendur á Húsabæ. í umsjá þeirra mun
þér trygt. Þótt eitthvað kvisaðist um ástæður þínar, mun
Böglum ekki jafn auðleikið að ná til þín þar, sem hér,
er mannaumferð er meiri.
Fús er eg að hlíta ráðum þínum i öllu, Auðunn
frændi.
Það gleður mig, frændkona.----------Má vera að þú
berir hamingju Noregs í skauti þér — gleym því ekki,
Inga frá Varteigi.
Því mun eg ekki gleyma, Auðunn frændi.
Inga frá Varteigi, þú heíir alið sveinbarn!
Eg vissi það fullvel, Þrándur prestur.
Lít á! — Lít á! Er ekki þegar fullljóst, að þetta er
konungborið barn?
Mæl hljóðlega, Þrándur prestur. — Hvað hann er
líkur föður sinum ....
Enginn heyrir okkur — nema kona mín og synir
minir. Og þau eru þagmælsk — Hann heíir augu Svejris
konungs, Inga.
Hvað liann er merkilega líkur föður sínum ....
Hvað skal sveinninn heitinn, Inga?
Hákon .... Hákon ....
Erlendur á Húsabæ, eg er kvíðinn. Hér austur um er
landið þéttskipað Böglum. — Nú er sveinninn hálfs ann-
ars árs. Nikulás biskup er jafn þefvís og sporrakki, þeg-
ar ætt Sverris á í hlut. Tilviljanin ein fær vakið grun á