Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 28
Komingssonúr.
[Skírnír
22
oss. Og guð sé sveininum næstur, komist hann í hendur
Bagla.
Hver er þá tillaga þín, Þrándur prestur?
í Hamri eiga setu tveir sýslumenn Birkibeina, Frið-
rekur slafsi og Gjafvaldur gauti. Höfum sveininn og móð-
ur hans þangað með oss. Er þeim þá einsætt, að sjá þeim
farborða áfram til Inga konungs.
Baglar eru fjölmennir um öll Upplönd.
Síztfremuren hér, Erlendur. Og á þeim slóðum eruýmsir
til varnar. Eg tel ekki ráðlegt að leyna sveininum og móður
hans hér. Síðustu daga hefi eg jafnaðarlega mætt mönnum
um vegu hér með grunsamlegu yfirbragði, með spæjaraaug-
um, Nikulásar-augum, biskups — og þegar kom mér til
hugar: hér eru snuðrarar Bagla á kreiki. — Þorir þú að
taka að þér nveininn, Erlendur? .... Gæt þess, að þú
tekur við einka konungssyni Noregs.
Hugsum málið Þrándur prestur. — Telur þú örugt að
senda hann Inga konungi? Mætti Inga konungi ekki vera
það að nokkru hugleikið, að sveinn sá næði aldrei full-
orðins aldri?
Ingi konungur er af ætt Sverris kominn, jafnvel þótt
kvenkné hafi í milli komið, og maður göfuglyndur. Auk
þessa er beinn afspringur Sverris konungs öruggur með
Birkibeinum.
Er nokkur sá, er viti, hver sé faðir sveinsins?
Verða færðar sönnur á það?
Hákon jarl, Pétur Steypir og Dagfinnúr bóndi vorú
með Hákoni konungi það haust. Þú skilur.
Vel er það, — þá er sveininum borgið. Auk þess
leynir það sér ekki.
Nei, það leynir sér ekki.
Ert þú þess albúinn, Erlendur, að veita mér fylgd
með nokkurum þinna manna tilHamars með Ingu og barnið.
Nú um háveturinn? >
Eg á ekki undir þvi, að bíða daglangt. Eg legg ekki
á hættu, að geyma þeirra lengur. Hygg eg vér fáum
komist þangað upp fyrir jól.