Skírnir - 01.01.1918, Page 29
-Skirnir]
Komingssonur.
23
Heflr þú rætt málið við Ingu?
Já, hún er mér sammála.
Ottast hún ekki vosið í slíkri ferð. Það ferðalag verð-
ur enginn barnaleikur, Þrándur prestur.
Inga frá Varteigi óttast ekkert. Þegar barnið hennar
áM hlut, er hún fús til hvers er vera skal.
Virð ekki undanfærslur mínar á verri veg. Eg er bú-
inn til farar, þegar þér líkar. Þið Inga frá Varteigi megið
treysta mér.
Það vissi eg, Erlendur í Húsabæ.
Hægan! Hverju gegnir ys sá við dyrnar?
Gestir komnir, herra.
Hversu margir?
Fjórir menn vopnaðir, kona og barn, herrra.
Leyf þeim inngöngu.--------Hvað er yður á höndum?
Er nú svo illa komið hag Birkibeina, að þeir hafi
«igi hug til að veita ferðamönnum húsaskjól?
Baglar eru hér á sveimi alla vegu, þú hinn málhvati.
Er einatt torvelt að greina vin frá óvin. — Hverra
manna eruð þér? — Leitið þér nokkurs hér?
Vér leitum Gjafvalds gauta og Friðreks slafsa —
fiýslumanna í Hamri.
Hvert er erindi yðar við þá?
Áður en eg svara, vil eg vita, við hvern eg á orða-
stað, herra.
Nafn mitt er Gjafvaldur gauti. Hverjir eruð þér?
Erlendur í Húsabæ, herra.
Velkominn, Erlendur í Húsabæ. Þú ert aufúsu gestur
í húsum hér. — Hverjir eru félagar þínir?
Þrándur prestur úr Heggin og tveir mínir menn.
Hver er konan og barnið?
Konan er Inga frá Varteigi. Og barnið er sveinn,
hálfs annars árs að aldri, og hann felum vér nú umsjá
.þinni og allra Birkibeina.
Hvers son er svekminn?
Hann er sonur Hákonar konungs Sverrissonar.