Skírnir - 01.01.1918, Side 30
24
Kontmgasonur.
[Skírnir
Mikil og góð tíðindi. — Verða færðar sönnur á það?
Hákon jarl, Pétur Steypir og Dagfinnur bóndi vita,
og munu færa sönnur á. Sveininum verður að koma í
hendur Inga konungi. Baglar munu ráða honum bana,
nái þeir honum á sitt vald. Þrándur prestur hefir geymt
móður og barn til þessa, en vill ekki hætta á, að geyma
þeirra lengur.
Velkominn, konungssonur — velkomin, Inga frá
Varteigi — og velkominn, Þrándur prestur. Leiðið gesti
til sætis hjá öndvegi.-----Inga frá Varteigi, eg hlýt að
gera yður kunnugt, að dvölin hér fær tæplega orðið löng.
ívar skjálgi, biskup mun brátt fá vitneskju um það, er hér
hefir verið haft í hámælum í kvöld. Og Sverris ætt á
fáa grimmari óvini. En vel er það, að Baglar eru ekki
mjög liðmargir hér í bænum sem stendur.
Gjafvaldur gauti!
Hver mælir þar ?
Sendimaður ívars biskups.
Mæl þú. Eg heyri.
Eg flyt yður kveðju ívars biskups og það með, að
mjög myndi það gleðja hann, ef Iuga frá Varteigi og
konungssonurinn vildu gera honum þann sóma að sækja
hann heim. Telur hann sér standa næst, sem frænda
Sverris konungs, að sýna þeim gestrisni.
Flyt herra þínum, ívari biskupi, kveðju Ingu frá Var-
teigi og mína, og beztu þökk. En frú Ingu og konungs-
soninn bar ekki hingað að fyr en í kvöld og eru þjökuð
eftir torsótta ferð. Hú er þau hafa hvílst að baki jólum,
munu þau með gleði þiggja vinsamlegt boð biskupsins.
Hyggið þér, Gjafvaldur gauti, að biskupi muni nægja
slík kveðja?
Alls ekki, iDga frá Varteigi. En með því að vér höf-
um mannafla meiri, raun dveljast fyrir honum að safna
nægu liði til sóknar. í dag mun hann trauðla hafa niósn-
ir úti að mun. Og í dag hljótið þér að halda áfram.