Skírnir - 01.01.1918, Page 31
SkirnirJ
Konnngssonur.
25
Þegar er skyggja tekur, fel eg nokkurum minna manna
að flytja yður og barnið á sleða til Litla-Hamars. Þar
veit eg lítinn bæ, er eg fæ leynt ykkur. Að baki jólum,
þegar vér erum búnir til farar, komum vér við mikinn
liðskost og fylgjum ykkur áleiðis um Upplöndin. Ferð sú
verður torsótt, frú Inga.
Eg er ung og hraust og skal ekki gugna.
Iskyggilegast er það, að ívar biskup mun efalaust
hafa gert menn á fund Nikulásar biskups og Erlings Bagla-
konungs, til þess að gera þá vara við. Ferð vorri hljót-
um vér að flýta svo sem má. Hér í Austurbygð fá Bagl-
ar safnað meiru liði en vér. En til þessa dags hefir ham-
ingjan jafnan fylgt ætt Sverris.
Það er og mín huggun, Gjafvaldur gauti. Haldieng-
inn a.mar hlíflskildi yfir syni mínum, gerir guð það.
Vel mælt og konungsmóður samboðið.
Hvað veldur þessari gleði liðsmanna vorra?
Spyrjið þér þess, frú Inga? Þeir eru allir Birkibein-
ar. Og hafið þér ekki fært þeim sonarson Sverris konungs?
Heyr! Sveinnin hlær dátt! .... Hygg að honum,
Gjafvaldur gauti!
Nú, nú! Hvað hafist þér að, Birkibeinar? Hafið þér
konungssoninn að leiksopp?
Hirð ekki um það, herra. Þeir taka á honum móð-
«rhöndum.
Já, Birkibeinar eru mjúkhendir, þegar afspringur
Sverrisættar á í hlut.
Sveinninn er svo kátur. — Svo er að sjá, sem hann
uni sér vel raeð Birkibeinum.
Já, hann afneitar ekki föðurætt sinni.
Aldrei hefi eg verið staddur úti í slíku fárviðri. Nú
er það sjötta nóttin, er vér liöfum hlotið að eiga náttstaú
undir beru lofti. Ef vér hreppum dauðann hér á fjöllum
uppi fyrir hungurs sakir, væii lítið happ í því, að hafa-
komist undan Böglu n.