Skírnir - 01.01.1918, Side 32
26
Konung8Sonur.
[Skirnír
Því ákafar sem fennir, því torveldari verður Böglum
■eftirförin, herra.
Þar birtir þú eflaust hug þinn, Skervaldur skrukka.
Mér væri forvitni á að vita, hvernig ætti að vera komið
fyrir þér svo, að þér virtist ekki, að vel væri komið fyr-
ir þér.
Lítið ei,tt af fönnum og frosti skapar oss Birkibeinum
ekki aldurtila, herra. Þar skal járn til.
En mun þú eftir barninu, Skervaldur.
Hann er Birkibeinn! — öldungis sem vér hinir. —
Lítist yður svo, herra, þá felið mér hann.
Seljið Skervaldi skrukku .sveininn.
Kom hingað, konungssonur. — Sjáið, eg sveipa um
.hann feldi mínnm, og ber af honum stórviðrið með skildi
mínum. Sjá, herra, hve spaklátur hann er, litli Birki-
beinninn!
Veit nokkur hér deili á, hvar vér erum niður komnir.
Enginn veit það með vissu, herra.
Hvar eru bændur þeir, er vér fengum til leiðsagnar'?
Hér, herra.
Treystist þér að rata rétta leið, bændur?
Nei, herra, vér höfum vilst.
Farið þér ekki nær um, hvar vér erum?
Skógur þessi mætti vera bending um, að vér værum
einhverstaðar austur frá Nafardal.
Hyggið þér langt muni til bygða, bændur?
Langur vegur, herra — jafnvel þótt vér værum á
réttri leið.
Og matur allur er þrotinn?
Svo er víst, herra.
Þá er oss einsætt, hverjum einum, að bjargast án
hans sem bezt vér getum. Verstu gegnir um konuna og
•barnið.
Konungssonurinn etur snjó, herra, svo sem sannur
Birkibeinn.
Hér eiga gamanyrði ekki heima, Skervaldur Skrukka.
Eg mæli ekki í gamni, herra. — Eg ábyrgist sveininn.