Skírnir - 01.01.1918, Page 33
i [Skírnir
Konungssonur.
27
Vel er það, Skervaldur. Eg veit, að hjá þérerhann
<1 góðum höndum. — Inga frá Varteigi, hvernig líður yður?
Vel herra.
Þér hljótið að vera þreytt.
Eg hefi fyr haft skíði undir fótum, herra. En eg er
hrædd um sveininn.
Skervaldur skrukka hefir tekið hann í sina umsjá.
Skervaldur er maður öruggur. Mér kemur ráð í hug. —
Hver er einna fræknastur skíðamaður í flokki vorum,
Birkibeinar?
Þorsteinn skefla!
Vel er það. Þorsteinn skefla! — Hvar ert þú?
Hér, herra.
Þorsteinn skefla og Skervaldur skrukka, haflð bænd-
urna á brott með yður og leitist við að komast til bygða.
Enginn bót er í því, að þér tefjist við að biða vor, sem
órö8kvari erum og seinni í förum. Þegar þér svo hafið
komist alla leið til bygða, er yður einsætt að senda
bændurna um hæl til vor.
Svo skal vera, herra.
Þetta er meira fárviðrið. — Hversu hefst sveinninn
við, Skervaldur?
Vel, Þorsteinn — vel.
Hyggur þú að vér komumst til bygða?
Eg hefi aldrei öruggari leið farið. En neytum vel
augna vorra. — — —
Bændurnir fá eigi fylgt oss, Skervaldur.
Eigi þeir það við sjálfa sig. Eg treysti sjálfum mér
jafn vel og þeim. Nú er eg hefi tekið konungssoninn til
flutnings virðast mér allar leiðir kunnar.
Sefur hann? Til hans heyrist ekki.
Hann hefir sofið. Nú er hann vaknaður aftur. Hygg-
ur þú að Birkibeinn æpi hátt, þó háski sé fyrir dyrum,
Þorsteinn skefla?
Veizt þú það, Skervaldur skrukka? Eg hefi aldrei
verið ,jafn glaður.