Skírnir - 01.01.1918, Side 34
28 Konungssonur. [Skirnir
Þii hefir reynt svo fátt, Þorsteinn — þér er ekki
einu sinni vaxin grön. — En, satt að segja, hefi eg held-
ur aldrei verið jafn glaður. Og þó hefi eg þjónað Sverri
konungi. Og það var konungur, sem hafði lag á að koma
Birkibein í gott skap!
Slíkan konung hreppum vér að líkindum aldrei framar.
Þessi hérna verður betri, Þorsteinn — og munt þú
sanna orð mín! Augu Sverris hefir hann. Og ró Sverris.
Við h a n n verður ekki gott að glettast, er hann er vax-
inn. Spaklátir menn eru hættulegastir — þegar þeim
rennur í skap. ------ —
Úti í slíku veðri hefi eg aldrei verið fyr.
Skervaldur — mér virðist komið í óefni.
En sá Birkibeinn!
Eg mælti þetta sakir konungssonarins.
Konungssonurinn kveinar ekki.------------
Sífelt versnar veðrið.
Þá megum við hugga oss við það, að brátt g e t i það
ekki verra orðið, Þorsteinn.
Viltu ekki að eg beri konungssoninn stundarkorn?
Þú hygst þó ekki að vekja deilu, Þorsteinn skefia?
Meðan eg held lífi, sleppi eg honum ekki við þig.
Eg bauð þetta af góðum hug, Skervaldur.
Eg veit það, Þorsteinn En það fer svo vel um svein-
inn hérna í skjóli skjaldarins, — eg tími ekki að færa
hann úr stað. En þökk sé þér, Þorsteinn. — Er ekki
rjóður þarna í skóginum? Hæ! — nú hallar undan fæti!
Bændurnir fá ekki fylgt oss, Skervaldur.
Þá er þeim einsætt að rekja skíðaslóðina. Keytum
nú skíðanna, svo sem hæfir Birkibeinum! Hæ! Nú skríður
liðugt, konungssonur! — Hann hlær, Þorsteinn.
Engan svein þessum líkan hefi eg þekt, Skervaldur!
Aldrei eg! — Því að hann hefir aldrei verið til! —
Veit honum athygli, þegar kófið lemst framan í hann.
Hann hleypir brúnum! — Þór veit, hann hleypir brún-
um! — svo sem væri hann orðinn sprækur, litill karl-
maður!-----------