Skírnir - 01.01.1918, Síða 35
33kirnir]
Konungssonur.
29
Hyggur þú sennilegt, að Baglar verði hér á vegi
vorum ?
Tæplega svo hátt til fjalla. En hafðu vopn þin til
taks, Þorsteinn skefla.
Til hvers tökum vér, verði flokkur Bagla fyrir oss?
Verði flokkurinn ofurefli vort, leitum vér undan svo
hart sem má, — ef vér hyggjumst eiga alls kosti við þá,
gröfum vér konungssoninn í fönn og drepum þá. Það er
■ofureinfalt, Þorsteinn skefla.
Hyggur þú þ a ð vera tiltök ? ... . eg á við, að
grafa sveininn í fönn?
Hann er sonarsonur Sverris konungs. Gæt þess.
Mér virðist hann fremur smávaxinn eftir aldri.
En þrekvaxinn, Þorstein skefla — smár, en þrekvax-
inn. Barninu eru — upp á það mega hafrar Þórs hnífla
mig — teknir að vaxa vöðvar. — Að vexti va,r Sverrir
konungur lægstur Birkibeina, fótskammur* í meira lagi, en
ongi var sá maður í liði hans, er ekki skylfi fyrir hon-
um, er hann var í þ v í skapinu. Ekki er alt komið und-
ir vextinum, Þorsteinn. Augun eru það, sem úr skera —
■augun. Því hefi eg veitt athygli. Augun votta, hvort
maðurinn er ragur eða hugprúður. Og betra er hugprútt
hjarta en hár búkur. —-------
Hver er þessi dökkvi þarna framundan?
Hlaða —"skjöplist mér ekki. Haf varúð við, Þorsteinn.
Það mun vera sel. — Skulum við hvílast hér?
Eg hygg snjallast að leita skjóls og bíða dags. Lát
Bændurua hverfa aftur til Gjafvalds gauta. — Iitumst nú
um bekki, konungssonur. Þar er þá forn heybingur. —
Slika hvílu hefir Sverrir konungur afi þinn, fyrir allar
tiðir, gert að konungshvílu. Ójá, svo er að sjá sem þú
unir þér hér vel. Ert þú soltinn, snáði minn ? Af miklu
hefi eg ekki að miðla ....
Hvað hefst þú að Skervaldur?
Eg bræði snjó í hendi mér fyrir konungssoninn.
Svo er að sjá sem honum getist að þessu likt og
móðurmjólkinni. Konungssonurinn kvartar ekki, Þorsteinn.