Skírnir - 01.01.1918, Síða 37
Skirnir] Konnngssonur. 81-
Þú ant mjög syni mínum, Skervaldur.
Mjög, frú Inga.
Því skal eg ekki gleyma þér, Skervaldur.
Næg laun eru mér það, að vera návistum við svein-
inn, frú Inga.
Það hlægir mig, að þér geymið hugprýði yðar, fra
Inga. Á morgun náum vér efalaust bygðum.
Treystum þvi, Gjafvaldur gauti.
Og framvegis munum vér að jafnaði eiga við vini
nð skifta á ferð vorri.
En löng er leiðin til Þrándheims, herra. —
Eg hefi búið yður snjóhús, frú Inga. Steinsnar fyrir
utan dyrnar.
Þökk, Þorsteinn skefla. Þökk fyrir daginn, öllum
yður. Finnumst heil að morgni. —
Hún er kona hugprúð, Skervaldur skrukka.
Sönn konungsmóðir, Gjafvaldur gauti.
Það hefir snjóað i nótt, herra.
Hvað er að því? — Er alt búið til ferðar? — Hefir
leiðarnestinu verið skift niður á burðarmennina ? — VeL
er það. — Höldum af stað!
Snjórinn er svo djúpur, herra, að liann tekur meir
en nieðalmanni að vexti i beltisstað, og svo laus, að hann
heldur ekki skíðunum.
Sjáum til. Nokkurir manna vorra skulu fara fyrir,
°ö brjóta braut með spjótsköftunum. Sjá þú um fram-
kvæmd þessa, og að hverjir taki við af öðrum með góðri
skipan. Vér skulum fram. ‘
Að oss safnast æ meira lið, herra, Birkibeinar og
bændasynir — alla fýsir að 'vera i föruneyti konungSson-
arins. ' (
Vel er það. Því meiri mannafla sem vér höfum, því
auðsóttara verður að brjóta brautina.
Fram, fram! I
Hver tíðindi flytur þú, Gunnar tindur?