Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 38
.-32
Konangssonnr.
[Skirnir
Ófriður er í landi, Ingi konungur.
Jafnan hefir þetta verið viðkvæðið í ræðu þinni síð-
ustu vikurnar. Hversu er háttað ófriði þeim, Gunnar
tindur?
Það hefi eg með sannindum spurt, herra, að mikið
lið sækir nú niður Gaulardal.
Mikil eru þau tíðindi. — Hver er fyrir liði þessu?
Ókunnugt er raér það, herra. Sem stendur eru óald-
arflokkar margir í Noregi. Baglar eru það tæpast.
Hefir þú frá fleiru að segja, Gunnar tindur?
Mælt er að þeir hafi konungsson með i för.
Son hvers konungs?
Það veit enginn.
Hvað hyggið þér, Hákon jarl?
Konungssynir eru hættulegir, herra.
Hver er y"ar tillaga, jarl?
Aður en vér vitum, hvort þeir fara með friði eða ó-
-friði, skulum vér vera varir um oss. Látið blása Birki-
beinum út til borgar, og sendið nokkra hirðmenn upp á
ásinn með svo litlu liði, sem við má bjargast, til þess að
fá frekari vitneskju. •
Hver tíðindi hefir þú með að fara, Gunnar tindur?
Mikil tiðindi, herra konungur.
Mæl þú!
Nú vitum vér deili á flokknum. Það eru Birkibeinar.
Fanst þú nokkurn þeirra að máli?
Vér mættum tveim sýslumönnum þeirra, Sæmingi og
Þorvaldi svarta, er sendir voru fyrir til þess að fara með
. skilaboðum til yðar, herra. Liðið er þreytt og fer hægt yfir.
Hver er fyrir flokknum?'
Gjafvaldur gauti, herra.
Hvert er erindi hans?
Færa yður, herra konungur, Hákon, son Hákonar
Sverrissonar og Ingu frá Varteigi.
Ekki er mér kunnugt, að Hákon konungur hafi látið
.Aftir sig son.