Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 39
Skfrnir]
Konungssonur.
33
Engum var það kunnugt, herra. En mælt er, að
■sönnur verði á það færðar. Haft er fyrir satt, að Hákon
.jarl, Pétur Steypir og Dagfinnur bóndi viti.
Hver er úrskurður yðar, jarl?
Sjáum 8veininn fyrst, Ingi konungur. En satt mun
íþetta þó vera. —
Hvað lízt þér riú, Hákon?
Sama og yður, herra — að sveinninn er ógnan kon-
ungdómi yðar. Sé sveinninn sonur Hákonar konungs, er
hann réttborinn arfi Horegsríkis. Það vita allir.
Sé sveinninn sonur Hákonar konungs er hann fyrst
og framast frændi vor, Hákon bróðir. Og þá er okkur
skylt, að gæta hans á allan hátt.
Eg samþykkist því, Ingi bróðir. — Að öðru leyti er
það og hyggilegast. Því að annars kostar munu Birki-
beinar taka að sér gæzluna ....
Hví eru menn svo kátir, Hákon?
• Hægur vandi að skilja, Ingi. Birkibeinar hafa frétt,
að afspringur Sverris konungs í beinan legg sé á lífi.
Af sveini þessum mun bera skugga, mikinn fyrirferð-
ar, Hákon bróðir.
Við erum ekki konungssynir, Ingi bróðir.
Nú er þér þá óþarft, að bera lengur kala til mín,
Hákon, þótt eg, en þú ekki, yrði fyrir konungskjöri, er
Gruttormur konungur andaðist. Trúir þú því, að mér þyk-
ir sem steini sé velt af brjósti mér, Hákon.
Hinu sama gegnir um mig, Ingi bróðir. Verum jafn-
an trúir konungssyninum. Og tökum hlut í gleði Birki-
beina.
Já, verum glaðir. — Kom þú, bróðir, og förum móti
konungssyni.
Inga frá Varteigi, þú ert svo döpur Kbragði. Iðrar
þig þess nú, að þú fórst til Þrándheims?
Hér í Niðarósi er svo ókyrt, Dagflnnur bóndi.
Eg hefl tekið eftir því, að þú hefir aldrei augun af
harni þínu. Ert þú hrædd um konungssoninn, Inga?
3