Skírnir - 01.01.1918, Page 40
34
Konungsonur.
[Skirnir
Væru það nokkur undur, Dagfinnur bóndi?
Þess gerist þér engin þörf, Inga. Sveinninn er átrún-
aðargoð Birkibeina. Auk þess seldi eg á sínum tíma föð-
ur hans, Hákoni konungi það heit, að þjóna syni hans af
trúnaði, svo sem eg hafði þjónað honum og Sverri kon-
ungi.
Eg veit, Dagfinnur bóndi, að margir eru þeir ekki,.
Birkibeinarnir, er ekki láta sér heilagt vera líf sonarsonar
Sverris konungs.
En þú óttast, að einhverjir séu þeir. Hverjir gætui
það verið, Inga?
Spyr mig ekki, Dagfinnur.
Eg spyr ekki .fyrir forvitnis sakir. Þvi síður í illum
tilgangi.
Virð á betri veg, Dagfinnur bóndi. Bræður konungs-
ins óttast eg.
Ekki konung sjálfan?
Nei, Dagfinnur, Ingi konungur mun aldrei skerða eitt
hár á höfði sonar míns. I augum Inga búa ekki svik.
Inga frá Varteigi, ekkert þarft þú að óttast, hvorki
af hendi konungs, né eldri bróður hans. Og Skúli kon-
ungsbróðir er að vísu ungur, en hann er hygginn — og
gætinn. —
Þú mátt vera róleg, Inga.
Inga frá Varteigi, mér gezt ekki að því, að þér skul-
ið í rauninni hvergi eiga heima. Flyt til mín með kon-
ungssoninn. Lítið á mín hibýli sem yðar híbýli. Eg mæli
þetta bæði af hálfu frú Kristínar og minni.
Þökk sé yður, Hákon jarl. — Eg uui mér þar senr
eg er.
Hverju kvíðið þér, frú Inga? — Engum þótti vænna
um Hákon konung en mér. Ef þér vissuð, hversu sveinn
sá lék mig stundum. Og eg gat ekki reiðst honum. Það'
gat enginn. — Hví tortryggið þér mig, frú Inga?
Eg tortryggi yður ekki, Hákon jarl.
Jú, það gerið þér. Oft er eg ókátur. Og eg hefi erfiða.