Skírnir - 01.01.1918, Síða 41
Skírnir] Konungssonnr. 35
lund. En enginn barnaraorðingi er eg. — Þér megið vera
róleg, frú Inga
Viljið þér vita álit mitt? Eg lít svo á, sem Ilákon
litli sé réttborinn konungur Noregs — við erum lögráð-
endur hans, og ekki annað, bróðir minn og eg. Þetta álit
mitt heíi eg ekki dulið, — spyrjið Birkibeinana. Ef satt
skal segja, er eg þó alls ekki óhræddur um sveininn, frú
Inga. Flyt í hús mitt. Þar er honum örugt. Þegar eg
fer í leiðangur, mun eg láta Dagfinn bónda eftir heima..
Og í hans umsjá eruð þið jafn óhult og minni.
Hákon jarl, er yður alvara, að gæta barnsins míns?
Inga frá Varteigi, — eg er tekinn að leggja ást á
sveininn. Það birtir yfir mér samstundis, er eg sé hann..
Smár vexti er hann, — og þó nú þegar dálítill konungur.
Hygg að augunum.' Hann hefir augu Sverris, en þar eru
konungsaugun komin.
Hákon jarl, nú trúi eg yður.
Þökk, Inga frá Varteigi. Þér þiggið þá boð mitt.
Já, herra jarl. Og eg færi yður þakkir.
Dagfinnur bóndi!
Mæl þú. Eg hlusta til.
Araglamm heyxist utan, úr firðinum.
Blásið! — BJásið Birkibeinum til borgar!
Svo er að heyra sem gengið sé á land. Nú heyrl
eg fótatak.
Hve margir erum vér hér í borg?
Engir aðrir en þinir menn, Dagfinnur bóndi. Hinir
eru allir ú’ti í bænum.
Það fer að venju! Mjöður og konur! — Bara þessir
aular láti ekki koma óvörum að sér!--------Nú, vér mætt*
um, ef til vill, fá haldið borginni. Útvirkin hljótum vér
að láta iaus. — Blásið, góðir hálsar, — blásið.
Nú kemur hópur manna á hlaupi.
Kyrrir! — Hlustum!
Þannig hlaupa Birkibeinar ekki.
Lokið hliðunum! Hver maður snúist til varnar! Og;
3*