Skírnir - 01.01.1918, Page 42
36
Konungssonur.
[Skírnir
greiðið nú höggin þann veg, góðir hálsar, að Baglar hyggi
borgina alskipaða djöflum. — En það heljarmyrkur! Ekkert
verður greint! — — Hvar er konungssonurinn?
Hér er eg, Dagfinnur minn.
Ert þú þar, sveinn! Flýt þér inn til móður þinnar!
Hafist við inni, bæði tvö.
Eg hljóp frá henni, er eg heyrði blásið í lúðrana.
Skulum vér nú berjast aftur, Dagfinnur?
Heyrið hann, Birkibeinar! — Hvað hefir þú i hendi
þér, sveiun?
Stein, Dagfinnur minn.
Hvað ert þú gamall?
Þriggja vetra, Dagfinnur minn.
Og þ ú ætlar að berjast! Flýt þér og hlaup inn til
móður þinnar.
Má eg ekki standa hér og horfa á, Dagfinnur minn?
Hvað fýsir þig að sjá?
Mér þykir svo gaman að sjá yður vega Baglana.
Birkibeinar! Heyrið konungssoninn! Iiann er þegar
tekið að þyrsta í Baglablóð. — — —
Það tekur að roða fyrir degi, Dagfinnur bóndi------
Nú fæ eg greint Baglana. Þeir hafa slegið hring um
borgina.
Sér þú hvergi til Birkibeinanna, flokksmanna vorra?
Nei.
Þá munu þeir flúnir úr bænutn .... Séu þeir ekki
vegnir.---------
Hver er fyrir liði í borginni?
Hver spyr?
Sendimaður Filippusar konungs.
Eg kenni engan konung með því nafni.
Brátt munuð þér fá að kenna liann. Hver er fyrir
liði í borginni?
Dagfinnur bóndi.
Má Dagfinnur bóndi heyra orð min?
Tala þú! Eg heyri.
Herra minn, Filippus konungur býður þér grið, Dag-