Skírnir - 01.01.1918, Page 43
Skirnir]
Konungssonur.
37
finnur bóndi, og öllum öðrum i borginni, ef þú af frjáls-
um vilja gefur hana upp.
Griða hefi eg ekki beiðst og þarfnast ekki griða.---
Hversu er nú hag vorum komið, góðir hálsar?
Fimm fallnir vorra manna.
Eruð þér sárir mjög?
Vér erum allir meir eða minna sárir. Þér blæðir og
og ákaft, Dagfinnur bóndi.
Gnótt hefi eg blóðs, þó nokkuð fari til spillis. Lakast
er, að vér göngum allir upp og ofan af mæði, svo sem
væru smiðjubelgir. Eg óttast, að reykurinn og hitinn frá
bálköstum Bagla riði oss að fullu. —
Hvar er konungssonurinn?
Hér er eg, Dagfinnur minn.
Hversu hefst þú við?
Vel, Dagfinnur minn. Ætla Baglar að brenna oss inni?
Nei, en þeir ætla að svæla oss út. —
Dagfinnur bóndi.
Eg heyri.
Nú flytja þeir að kirkjustiga.
Þá mun vörn lokið fyrir oss. Vér erum of fáir og
of þrekaðir til þess að verja borgina lengur. Og þegar
er þeir hafa inn komist, brytja þeir oss niður sem hrá-
viði — og lái eg þeim það ekki. Þá það; að deyja vopn-
bitinn er léttbært, — en vér hljótum að bjarga konungs-
syninum. Konunum mun varla hætt — þeim hreyfa þeir
ekki við. — Það er hægur vandi að fórna lífinu. En er
oss ekki einnig skylt, sakir konungssonar, að fórna sæmd
vorri? .... Vér neyðumst til að beiðast griða. — — Má
Hreiðar sendimaður heyra orð mín!
Mæl þú, Dagfinnur bóndi.
Seg herra þínum, Fillippusi konungi, að eg beiðist
griða mér til handa og öllum í borginni.
Höfðingjar Bagla svara því til, að þér Birkibein-
ar munið ekki þarfnast griða fremur nú, en í morgun.
Nefndir þú höfðingja?