Skírnir - 01.01.1918, Page 44
38 Konung88onur. [Skirnir
Bíð þú þar til er vér höfum átt tal saraan inni í
borginni!---------
Hvað er ná til ráða, Dagfinnur bóndi?
Ottist ekki, frú Inga. Lít á — sverð mitt! Einn er
sá þar úti, er löngum hefir verið hugleikið að eignast það.
Færið mér taug. — Kom þú hingað, konungssonur.
Hvað skal eg, Dagfinnur minn?
Þú ert þó ekld smeykur?
Nei, Dagfinnur minn.
Má Gyrðir skjálgi heyra orð mín?
Mæl þú, Dagfinnur mágur.
Kom nær virkisveggnum, Gyrðir mágur.
Leyfir þú, að eg renni dýrri byrði niður til þín?
Víst skal þér það leyft.
Tekur þú við?
Eg tek við.
Ert þú ánægður?
Eg er ánægður.
Með hvorutveggja?
Með hvorutveggja, mágur.
Abyrgist þú mér sveininn ? — með lífi þínu og sæmd.
Með lifi mínu, sæmd og öllum fjármunum!
Vel er það. — Nú sér þú, Inga. Hamingja fylgir
svciniuum. Ekkert er að óttast. Níðingar eru Baglar ekki.
Þökk, Dagfiunur bóndi. —
Dagfinnur mágur!
Eg heyri, Gyrðir mágur.
Má eg verða þér á einhvorn hátt að liði?
Vel mættir þú fá oss grið af konungi.
Freista skal eg þess.
Filippus konungur! Herra rninn! jafnan hefi eg þjónað
yður af trúnaði.
Þig tel eg einn minna bestu manna, Gyrðir skjálgi.
Bónar beiðist eg af yður, herra.
Lát mig heyra, Gyrðir skjálgi.
Sel Dagfinni bónda mági mínum og mönnum hans