Skírnir - 01.01.1918, Page 45
Skirnir]
Konnngssonnr.
39
grið. Eignir minar sel eg fram að veði fyrir því, að Dag-
finnur fylli ekki framar óvinaflokk yðar, herra.
Fús sel eg Dagfinni bónda grið, Gyrðir skjálgi. En
bera hlýt eg málið undir höfðingja Bagla. Hvað leggur
þú til, Arnbjörn Jónsson?
Dagfinnur bóndi er drengur góður, — sel honurn
grið, herra.
Hver er tillaga yðar, annara Baglahöfðingja?
Engi grið Dagfinni bónda og mönnum hans! Engi
grið Dagflnni bónda og mönnum hans!
Filippus konungur! Herra minn! Hér liggur ekki að
eins við líf Dagfinns mágs míns. Sæmd yðar, herra liggur
og við. Sel Dagfinni bónda grið.
Eg mun gera sem þú beiðist, Gyrðir skjálgi. Far á
fund Dagfinns bónda og bið hann koma hingað einan og
þiggja grið.
Má Dagfinnur bóndi nema orð mín?
Eg heyri, Gyrðir mágur.
Filippus konungur heitir þér griðum.
Svo og mönnum mínum?
Nei, þér einum, Dagfinnur. Hann gerir það aðeins
íyrir mín orð og gegn vilja sinna manna. Röfðingjar
Bagla taka þvert fyrir, að selja Birkibeinum grið.
Ekki vil eg grið þiggja, nema heimil séu oss öllum.
Flyt þau orð Filippusi konungi.
Filippus lconungur! Herra minn! Dagfinnur bóndi
hafnar griðum, séu mönnum hans ekki seld grið slíkt
hið sama.
Heyrt hefir þú svar höfðingja Bagla, Gyrðir skjálgi.
Góðan vilja minn veizt þú. En eg hlýt að fara að vilja
manna minna.
Þér eruð þó konuugur, herra. Spyrjið þá af nýju.
Þér hafið heyrt vilja minn, Baglar. Seljum Dagfinni
bónda og mönnum hans grið.
Nei! — Nei! — Nei!