Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 46
40
Konungasonur.
[Skirnir
Lítil sæmd er oss í því, að drepa þessa fáu menn,.
bæði þrekaða og særða. Mundu sumir telja það níðings-
verk — og það ekki með öllu ranglega. Svarið mér7,
Baglar, erum vér níðingar?
Herra konungur!
Ef þér neyðið mig til þess, að synja Dagfinni bónda
og mönnum hans griða, eigið þér sök á því, ef níðings-
nafnið festist við konung yðar.
Herra konungur, gjörið sem yður lízt.
Þökk, Baglar! — Gyrðir skjálgi, fær Dagfinn bónda
og menn hans hingað, allir skulu þeir grið hafa.---------
Hér eru komnir Birkibeinarnir, herra.
Vel er það, Gyrðir skjálgi. — Dagfinnur bóndi, sigr-
aðir menn eru vanir að ganga beru liöfði fyrir sigurveg-
arann. Hví hefir þú ekki verið sviftur stálhúfunni? —
svo sem menn þínir?
Engi var sá, er freistaði þess, herra. — Til þessa
dags hefir engi maður berað höfuð mitt með valdi.
Þyki þér auðmýkingin ósárari með stálhúfuna á höfði.
en hinsvegar, þá hreif hana ekki!
Fljóttaldir munu þeir, er aldrei hafa hlotið að sæta
þeirri auðmýkingu, að hopa fyrir ofurefiinu, herra.
Hver er sveinn sá, Dagfinnur, að þú kaupir lifið svo-
dýru verði fyrir hans sakir?
Hver hermir, að eg gjöri það fyrir sakir sveinsins?
Það hermi eg!
Sveinninn er, svo sem þér vitið, herra, Hákon, sonur
Hákonar Sverrissonar.
Konungssonur er hann þá?
Já, herra, — eini konungssonurinn í Noregi.
Fast blæðir þér, Dagfinnur bóndi, en heil er tungan.
— Hvað lízt þér, að vér Baglar tökum nú konungsson-
inn í v o r a umsjá?
Sé svo, sem eg hygg, að sveinninn hafi tekið að erfð-
i um hamingju Sverris, er honum hvarvetna vel borgið.