Skírnir - 01.01.1918, Side 47
Skírnir] Konungssonnr. 411
t»ar er konungssonurinn! Kom, hingað konungssonur.-
— Færið hann hér upp á svalirnar.
Hvað skal eg?
Nú höfum vér tekið þig fastan. Nú ert þú Baglir
konungssonur.
Eg er Birkibeinn. Það munuð þér víst vita. — Þegar
eg er vaxinn, skal eg ráða yður Böglum öllum bana!
Heyrið strákinn! — Hvað þá? Lýstur þú oss, strákur?
Eg er ekki strákur! Eg er konuugssonur!
Hægan, haf þig kyran — Sjá langskipin, konungssonur.-
Sé eg.
Hver á?
Herra minn.
Herra þinn er Filippus konungur.
Ekki er hann minn herra. Hákon jarl er minn herra,.
og hann á skipin.
Ekki mun sveinn þessi oss vera tryggur Böglum.
Aldrei höfum vér, Baglar, átt þess kost áður, slíkan;
sem nú, að hafa allan styrk undan Birkibeinum um land alt.
Mæl þú, Roiðar sendimaður.
Vér höfum hér í voru vaþii son Hákonar konungs
Sverrissonar, þess höfðingja er alt fólk elskaði. Svo mikið
unnu Birkibeinar föður hans, að þeir raunu gjarna lif sitt
við leggja fyrir soninn. Tökum hann til konungs yfir
flokk vorn, en gefura þeim jarlsnafn, er áður var kon-
ungur kallaður. Erum vér svo viti bornir, sem nú erum
hér á stefnunni, að vér vitum lög liins heilaga Olafs kon--
ungs, að sá einn er réttur konungur í Noregi, er kon-
ungsson er, en ekki dótturson eður systurson konunga,.
sem vér þjónum til livorirtveggju, Birkibeinar og Baglar.
Þætti mér sem það væri mest sæmd vors höfðingja nú,
að hann hefði sína gæzlu yfir hvorutveggju, ríkinu og,
konunginum, — væri hann þá bæði ^konungur og jarl.
yfir Noregi.
Vel mælt, Reiðar sendimaður.