Skírnir - 01.01.1918, Síða 48
-42
Kommgssonur.
['kirnir
Vér höfum svarið Filippusi konungi trúnað, Reiðar
•sendimaður. — Eið vorn sæmir oss ekki að rjúfa.
Eiður, svarinn konungi, er ekki er réttur konungur,
er marklaus eiður.
Svo fast fyigið þér þessu máli, Reiðar, að virðast
mætti, sem þér liélduð ekki fullan trúnað við oss Bagla.
Engum skal fært að halda því fram, að eg sé ekki
trúr Bagli. Máli Bagla heíi eg talað og engra annara. En
með þvi að tillaga mín virðist ekki vera að skapi, er
þessu máli lokið. Böglum hugði eg gott eitt.
Þorir nokkur að flytja þetta mál fyrir Filippusi kon-
ungi? Þorir sjálfur þú, Reiðar sendimaður?
Þoii að vísu. Eu þá hlytum vér að standa saman
allir. Nú bið eg yður virða orð mín sem ótöluð væru.
•Ogjarna vil eg gjörast til þess, að koma af stað sundur-
þykkju með Böglum.
Mér er flutt, að þér hafið í hyggju að takast ferð á
hendur, Filippus konungur. Hafið þér konungssoninn í
íör með yður?
Mér fellur sveinninn vel í geð, Þórir erkibiskup. Eg
hefi hann í för með mér,
Viljið þér þiggja ráð af mér, herra konungur?
Gjarna, Þórir erkibiskup.
Lát konungssoninn eftir í minni umsjá, þar til er
hann yrði aftur seldur í hendur Ilákoni jarli.
Allir biskupar eiga, virðist mér, sammerkt í því, að
þeir mæla — og mæla þó ekki. Mér er jafn torvelt að skilja
yður, Þórir erkibiskup, og frænda minn, Nikulás biskup.
Nikulás biskup er hygginn maður. En vera má að
orð min hafi ekki verið nógu ijós, herra konungur. —
Hafið þér hugsað um það, að yrði konungssyni eitthvað
^ð meini, mundi hans greipilega hefnt verða. Alt landið
Ætendur að baki honum.
Hann er þó ekki annað en barn, Þórir erkibiskup.
Enn hafa ekki verið færðar sönnur á, að hann sé sonur
Hákonar konungs.