Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 49
: Sklrnir]
Konungssonur.
34
Landslýður trúir því, herra. Og trú er nálega betri
en Bannanir.
Sveininum skal ekkert mein gert. Verið óhræddur,
Þórir erkibiskup.
Hefir yður aldrei í hug komið, herra konungur, að
mönnum yðar mætti getast o f vel að konungssyninum.
Baglar svikja ekki konung sinn.
Má vera, að svo verði ekki. Hn sveininn tek eg
engu að síður í mína umsjá.
Of fast sækið þér þetta, Þórir erkibiskup. Sveinninn
er i mínu valdi — og í mínu valdi verður hann.
Að vísu fæ eg ekki tekið sveininn af yður með valdi,
herra konungur. En naumast hygg eg yður það hugleik-
ið, herra, að rísa gegn kirkjunni. Og hver sá, er færir
konungssoninn á braut héðan, sætir banni kirkjunnar.
Kirkjunni lýt eg. Sveinninn skal yður fenginn. —
Blessan yðar, Þórir erkibiskup!
Blessan mina læt eg yður í_té, Filippus konungur.
Velkominn aftur lieim, Hákon jarl!
Þér eruð í léttu skapi, frú Inga — konungssonurinn
er þá heill á hófi.
Konungssonurinn er heill að öllu, herra.
Þökk sé guði. Enga stund hefir mér verið rótt í skapi
síðan er eg heyrði, að Baglar hefðu hér komið. En upp
frá þessu skuluð þér jafnan vera i fylgd minni á ferðum
minum, bæði á landi og sjó. Ilafið þér nokkuð við það
að athuga, frú Inga?
Ekkert, herra j »rl. — Sveininum verður glatt, er
hann sér yður.
Þú þar, konungssonur!
Gott var það, að þú komst heim aftur, Hákon minn.
Nú, nú, Baglarnir hafa, heyri eg, liaft þig fanginn!
Léku þeir þig illa ?
Kei, það þorðu þeir ekki, jarl.
Hákon! — flvítókuþeir þig ekki að konungi yfir sig?