Skírnir - 01.01.1918, Page 50
44 Konnngssonnr. [Skírnir
Konungur Bagla vil eg ekki vera. — Eg er Birki-
beinn. Þegar eg er vaxinn, drep eg alla Bagla.
Mæltir þú svo við þá?
Já . . . . Og eg hygg þeir hafi orðið skelkaðir.
Hæ-hæ-hæ! Guð blessi þig, konungssonur!
Hversu fellur þér sjómenskan, konungssonur?
Vel, Hákon minn, en bezt, þegar skipið tekur mestar
dýfurnar og hriktir í hverju tré.
Þú óttast þá ekki, að vér sökkvum til botns?
Olafssúðin þolir skellina, Hákon.
Móðir þín hermir mér, að þú sért á sífeldri rás hér-
úti í kuldanum. Skjól er þó undir feldunum, konungssonur;
Ekki er mér skjóls vant, Hákon minn.
Er þér þá ekki kalt hér úti?
Birkibeinar eru ekki kulvísir.
Ha-ha-ha! — Inn skalt þú nú og snæða.
Eg snæði úti hér með hirðmönnum.
Nei, hér er of kalt. Þú fær ekki einu sinni klínt.
brauðið.
Það efni er í, að smjörið er hart.
Hvað hefst þú þar að?
Vef brauðinu um smjörið! Bindum vér nú smjörið,
Birkibeinar.
Heyrið konungssoninn! Binduin vér nú smjörið, Birki-
beinar! — En þú vex of seint, konungssonur.
Við því má eg ekki gera.
Þú ert drjúgum of smár vexti. Kom, teygjum úr þér!
Togum, Birkibeinar. —
Hví vilt þú ekki vera með móður þiuni undir feldinum?
Vér karlmenn erum úti um daga
Ekki ert þ ú þó neinn karlmaður.
Þrífist þú aldrei! Karlmaður er eg vist.
Eys þú mig vatni!
Þú segir, að eg sé ekki karlmaður. Þegar eg er vax-
inn, skal eg lemja þig svo þú æpir. — Er eg ekki karl—
maður, Birkibeinar?