Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 51
Skirnir]
KonungS8onur.
45
Víst ert þú karlmaður, konungssonur. Auk þess
-sannur Birkibeinn. Hirð ekki, hvað hann mælir. Hleyp-
iam honum nú fyrir borð, og dýfurn honum.
Nei, dýfið honum ekki. Það er of kalt. En haldið
honum stundarkorn, svo eg fái komið lagi á hann. — Nú,
>er eg þá ekki karlmaður?
Jú, Jú, konungssonur
Sér þú nú. — Þetta er nóg.
Unir þú vel skólavistinni, Hákon?
Ja-á, herra. — En betra var á Olafssúðinni.
Vel skil eg það! — Iivað nemur þú?
Söng, herra.
Ekki skalt þú söng nema. Þú skalt hvorki vera
prestur né biskup.
Nei, herra.
Þú svarar, svo sem hefðir þú sjálfur hugsað á sömu
leið. — Hvað ætlar þú þá að verða, Hákon?
Konungur, herra. — Hví gjörðist þú svo skyndilega
■ókátur, Hákon minn?
Rétt mælir þú, sveinn. Víst átt þú að verða kon-
ungur. — En margir eru þeir, er konungar kjósa að verða
í Noregi.
Hví mælir þú svo? — Vilt þú og vera konungur,
Hákon?
Kyss þú mig, Hákon litli, — aldrei skyldi eg því
gleyma, að þú ert konungssonur.
t»ú dekrar of mjög við þetta barn, Hákon.
Það gjörir þú ekki miður, Kristín — þegar þú ert í
því skapinu.
Lít nú á aðfarir hans! Iiann klifrar upp þessa sperr-
una og niður hina. Lyktirnar verða þær, að hann fellur
°g uieiðist stórlega. Ofan þegar i stað þrjóturinn þinn!
Kristín mín — eg er enginn þrjótur.
Þú ert það, sem eg segi!