Skírnir - 01.01.1918, Side 55
Skirnir]
Konungsonur
49
mínum, að eg fyrirkomi þess manns syni, er eg ætti bezt
■að launa. — Brottu þræll! — og kom aldrei framar fyrir
.augu mér!
Hákon jarl, eg er frjáls maður. Eg hugði ....
Brottu! Ella drep eg þig!
Er yður ekki léttara, herra?
Nci, barnið mitt. Eg er mjög sjúkur. Eg skil, að
'dauði minn er nærri.
Ekki megið þér deyja, herra.
Gott er að deyja, barnið mitt. Eg þakka þér, hve
dyggilega þú hefir jafnan hjá mér dvalið í sótt minni.
En kalla mig ekki lengur herra. Kalla mig, svo sem
rgjörðir þú fyr.
Fæ eg í engu orðið þér að liði, Hákon minn?
Grát ekki, barnið mitt. — Og þó — mér er ljúft, að
sjá þig gráta. Vaskir menn eru næmir fyrir þjáningum
annara. Knútur grætur aldrei. — Hvað vilt þú, Kristín?
Þú spyr, hvað eg vilji? — Aldrei spyr þú hvað
sveinn þessi vilji, er hann kemur til þin. Og um Knút
spyr þú aldrei.
Deilum ekki, Ki’istín. — Æ .... æ ... .
Hákon, hvað er þarna? — Hákon! Konungssonur! —
-Konungssonur!
Hér er eg, Hákon minn.
Þú ert hér — já. Og þú grætur? Ljúft er að sjá þig
.gráta. — Æ .... æ ... . Konungssonur!
Hákon minn, er þér afar óhægt?
Ekki að mun. — — Far vel konungssonur ....
Konungssonur! — Nú, þú ert þarna. Vel er það. — Guð
blessi þig, — konungssonur ....
Hví skal Hákon bera jafngóð klæði mínum. Eg þoli
það ekki.
Hald þér í skefjum, Guttormur.
Eg þoli það ckki. Eg á að erfa ríkiðj eftir þig,
"faðir. Hann skal klæddur sem hinir sveinarnir. Fg
4